MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst á sunnudaginn



MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst nk. sunnudag í Skákhöllinni í Faxafeni. Mótið er, eins og nafnið gefur til kynna, styrkt af MP fjárfestingabanka.

Verðlaun í a-flokki verða: 100.000, 60.000, 40.000. Teflt verður á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, eins og venjulega, í lokuðum flokkum, nema hvað neðsti flokkurinn verður opinn. Mótið fer semsagt fram með hefðbundnu sniði.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig í tíma í netfangið taflfelag@taflfelag.is 

Haustmót T.R. er jafnframt meistaramót félagsins. Núverandi meistari er Guðmundur Kjartansson.

Nánar verður sagt frá mótinu þegar nær dregur.