Máttur biskupanna á laugardagsæfingu



Daginn fyrir 1. í aðventu fjölmenntu krakkarnir á laugardagsæfinguna okkar. Enda er BARA notalegt og skemmtilegt að koma inn í taflheimili T.R. (eða Skákhöllina í Faxafeni eins og húsnæði T.R. er oft kallað) og hugsa BARA um skák! Margir krakkar eru orðnir heimavanir eftir æfingar vetrarins hingað til en enn bætast nýjir krakkar í hópinn. Það er nefnilega ALLTAF hægt, fyrir þá sem ekki hafa komið áður, að slást í hópinn, en vert að benda á (þar sem spurt hefur verið um það) að uppbygging laugardagsæfinganna gerir ráð fyrir að börnin séu með frá byrjun tímans kl. 14 og fram til kl. 16 þó svo að stundum geti komið fyrir að einhver þurfi að fara fyrr af æfingunni.

Biskuparnir voru áberandi í skákskýringum Sævars Bjarnasonar á þessari æfingu. Lúmskir eru þeir, eins og ein fórnarskákin sýndi og þeir geta mátað kóng andstæðingsins fyrr en varir fái þeir tækifæri til. Einn ungur skákmaður sagði líka hreykinn eftir eina skákina: “Sjáðu, ég mátaði með biskupnum, því hann var valdaður!”.

 

 

Síðan voru tefldar 5 umferðir eftir Monradkerfi.

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. Gauti Páll Jónsson 5
  • 2.-4. Vilhjálmur Þórhallsson, Mías Ólafarson, Aron Daníel Arnalds 4.
  • 5.-9. Veronika Magnúsdóttir, Jón Eðvarð Viðarsson, Eiríkur Elí Eiríksson, Þorsteinn Freygarðsson, Mariam Dalia Ómarsdóttir3 v.

 

Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Kristmann Þorsteinsson, Eric Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesardóttir, Elvar P. Kjartansson, Samar e Zahida, Sigurður Alex Pétursson, Smári Arnarson, Ólafur Örn Olafsson, Gylfi Már Harðarson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Gunnar Helgason.

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir 12 laugardagsæfingar:

1. Vilhjálmur Þórhallsson 37 stig

2. Mariam Dalia Ómarsdóttir 16

3. Figgi Truong 14 stig

4. Þorsteinn Freygarðsson 13 stig 

5-6. Jósef Ómarsson, Aron Daníel Arnalds 10 stig

7-8. Samar e Zahida,  Ólafur Örn Olafsson 9 stig

9-13. Friðrik Þjálfi Stefánsson, Kveldúlfur Kjartansson, María Ösp Ómarsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Mias Ólafarson 8 stig

14-17. Stefanía Stefánsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Gauti Páll Jónsson  7 stig

18-21. Kristófer Þór Pétursson, Kristmann Þorsteinsson, Elvar P. Kjartansson, Gylfi Már Harðarson 6 stig

22-25. Hróðný Rún Hölludóttir, Maria Zahida, Halldóra Freygarðsdóttir, Össur Máni Örlygsson 5 stig

26-28. Eiríkur Örn Brynjarsson, Guðni Stefánsson, Tinna Glóey Kjartansdóttir 4 stig

29-31. Eric Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesardóttir, Eiríkur Elí Eiríksson 3 stig

32-37. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun, Hákon Rafn Valdimarsson, Smári Arnarson, Jón Eðvarð Viðarsson 2 stig

38-53. Angantýr Máni Gautason, Ayub Zaman, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Markús Máni, Muhammad Zaman, Tayo Örn Norðfjörð, Þórhallur Þrastarson, Þröstur Elvar, Bjarki, Erla Ágústsdóttir, Flóki Rafn Flókason, Kristján Ernir Hölluson, Gunnar Helgason, Sigurður Alex Pétursson 1 stig

Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!