MR Íslandsmeistari framhaldsskólasveita



Laugardaginn 12. febrúar fór fram Íslandsmót framhaldsskólasveita í skák. 

Sveit Menntaskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum og hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer síðar á árinu. Þetta er þriðja árið í röð sem M.R. verður Íslandsmeistari framhaldskólasveita og er sveitin Norðurlandameistari frá 2009 og 2010! Glæsilegur árangur.  

Mótshaldari var að venju Taflfélag Reykjavíkur og fór mótið fram í Skákhöll T.R, Faxafeni 12. Fimm sveitir voru skráðar til leiks, en þegar til kom forfallaðist sveit M.H. Fjórar sveitir tefldu því einfalda umferð með 25 mín. umhugsunartíma. Það voru A- og B sveitir Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi og Verzlunarskóli Íslands.

Fyrir síðustu umferð var M.R. A-lið með 7 1/2 vinning, en Hallgerður hafði gert jafntefli við Eirík Örn í M.K.  Verzlunarskólinn var með 7 vinninga eftir að Bergsteinn Már í B-liði M.R. hafði unnið sigur á Herði Aron. Hrein úrslitaviðureign var því í síðustu umferðinni milli þessa tveggja liða. Hallgerður og Jóhanna unnu sínar skákir á 3. og fjórða borði fyrir M.R. og jafntefli varð á 1. og 2. borði. Viðureignin fór því 3 -1 M.R. í vil og sigurinn var í höfn. Allt getur samt gerst á komandi árum, því framhaldsskólasveitirnar breytast með reglulegu millibili, þegar liðsmenn útskrifast sem stúdentar! Það ætti því að vera hvetjandi fyrir framhaldsskólanema um allt land að fara að huga að næstu keppni að ári liðnu og tefla fram sinni sterkustu sveit.

Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson og myndir tók Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Nánari úrslit urðu sem hér segir:

  • 1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 10 1/2 vinning.
  • 2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 8 vinninga.
  • 3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 3 vinninga.
  • 4. sæti: Menntaskólinn í Kópavogi með 2 1/2 vinning.

Í sigurliði M.R. eru:

 

  • 1. b. Sverrir Þorgeirsson
  • 2. b. Bjarni Jens Kristinsson
  • 3. b. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • 4. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

 

Í silfurliði Verzlunarskóla Íslands eru:

  • 1. b. Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2. b. Helgi Brynjarsson
  • 3. b. Patrekur Maron Magnússon
  • 4. b.  Hörður Aron Hauksson

 

Í bronsliði M.R. B-sveitar eru:

  • 1. b. Paul Frigge
  • 2. b. Árni Guðbjörnsson
  • 3. b. Leó Jóhannsson
  • 4. b. Bergsteinn Már Gunnarsson

Í liði M.K. sem lenti í 4. sæti eru:

  • 1. b. Páll Andrason
  • 2. b. Tjörvi Schiöt
  • 3. b. Eiríkur Örn Brynjarsson
  • 4. b. Fannar Páll Vilhjálmsson
  • Myndir