Sigurður Freyr Jónatansson sigurvegari á tvísýnu ÞriðjudagsmótiSigurður Freyr Jónatansson varð hlutskarpastur á fyrsta Þriðjudagsmóti TR í maímánuði. Fyrir síðustu umferð áttu fjórir möguleika á fyrsta sætinu en Sigurður þó með hálfs vinnings forskot en hann hafði bara misst niður hálfan vinnig gegn Helga Haukssyni sem endaði síðan í 2. sæti. Helgi varð reyndar stigahástökkvari mótsins í leiðinni.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Næsta þriðjudagsmót verður 11. maí. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.