Björgvin Víglundsson aftur sigurvegari á ÞriðjudagsmótiBjörgvin Víglundsson hefur nú unnið tvö mót í röð á þriðjudegi í TR. Ekki urðu þó rothöggin fjögur eins á mótinu í vikunni á undan; Björgvin og Guðni Stefán Pétursson gerðu jafntefli í toppslagnum í síðustu umferð en Björgvin varð ofar Guðna á stigum. Í þriðja sæti á vel skipuðu móti kom síðan Gauti Páll Jónsson. Stigahástökkvarinn að þessu sinni var, eins og oft áður, í yngri kantinum: Birkir Hallmundarson.
Lokastöðu og önnur úrslit má annars sjá hér.
Næsta Þriðjudagsmót verður í þarnæstu viku 29. júní en fyrir skákþyrsta er nóg um að vera; mót væntanleg á næstunni á bökkum Laugardalslaugar, í Mjóddinni og út í Viðey! Taflið á þriðjudeginum undir mánaðarmótin hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.