Kristófer Orri Guðmundsson með Þriðjudagsþrennu!



Nú er að koma í ljós að skákstjórar Þriðjudagsmóta eru uppteknir menn um þessar mundir enda fjallar þessi pistill um þrjú Þriðjudagsmót í einu! Það fyrsta fór fram 8. febrúar og varð upphafið að því að Gauti Páll Jónsson er ekki lengur einn um að hafa unnið Þriðjudagsþrennuna. Hann tapaði í úrslitaskák í 4. umferð fyrsta mótsins fyrir Kristófer Orra Guðmundssyni sem síðan gerði sér lítið fyrir og vann næstu tvö Þriðjudagsmót (15. febrúar og 22. febrúar) líka. Kristófer teflir afar traust og hefur bara tapað einni skák af 15 á mótunum þremur. Nokkur stígandi hefur verið í þátttökunni í febrúar; frá 12 á því fyrsta, þá 16 og loks 20.

Öll úrslit og stöðu mótanna má annars nálgast hér, hér og hér.

Þriðjudagsmót sem hefði átt að vera 1. mars n.k. fellur niður vegna undirbúnings TR fyrir Íslandsmót skákfélaga sem verður næstkomandi helgi.

Næsta Þriðjudagsmót verður því 8. mars, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Telfdar eru fimm umferðir með tímamörkunum 10 mín og 5 sekúndna viðbót fyrir hvern leik. Mótinu lýkur yfirleitt um eða upp úr 22:00.