Þórir sigraði á fimmtudagsæfinguTR-ingurinn knái, Þórir Benediktsson, sigraði á fimmtudagsæfingu nú í kvöld með 6 vinninga af 7.  Reyndar voru andstæðingar hans sumir hverjir sérlega ólánsamir í þetta sinn þegar þeir léku sig beint í mát, lentu í “snertur maður hreyfður” eða gleymdu kónginum sínum í skák.  Í 2.-3. sæti með 5 vinninga voru Gunnar Finnsson og Dagur Andri Friðgeirsson.  Athygli vakti að hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson, var heillum horfinn og hafnaði í 12.-14. sæti.

Lokastaðan:

  • 1. Þórir Benediktsson, 6 v af 7
  • 2-3. Gunnar Finnsson, Dagur Andri Friðgeirsson 5 v
  • 4-7. Magnús Matthíasson, Páll Sigurðsson, Helgi Brynjarsson, Jon Olav Fivelstad 4.5 v
  • 8. Sigurjón Haraldsson 4 v
  • 9-11. Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon, Birkir Karl Sigurðsson, 3.5 v
  • 12-14. Kristján Örn Elíasson, Hörður Aron Hauksson, Helgi Stefánsson 3 v
  • 15-16. Þormar Magnússon, Brynjar Níelsen 2 v
  • 17. Benjamín Gísli Einarsson 1.5 v

Næsta mót fer fram á fimmtudag eftir viku kl. 19.30 í húsnæði TR að Faxafeni 12.