Eiríkur hafði sigur á ÞriðjudagsmótiEkki var fjölmenninu fyrir að fara á síðasta Þriðjudagsmóti enda tiltölulega nýbúið að herða sóttvarnarreglur og vafalaust einhverjir með of hraðan hjartslátt enn, eftir æsilegan sigur Íslendinga á Ungverjalandi á EM í handbolta, klukkustund fyrr. (Gott ráð við slíku er bara að læra teóríuna í Berlinarmúrsafbrigðinu í Spænskum leik. Ef rifjaðir eru upp í huganum u.þ.b. fyrstu 15 leikina í henni, hægist strax á hjartslætti og allt verður rólegra og leiðinlegra en áður). Í fyrsta sinn á ævinni fékk sá er þetta ritar að stjórna Þriðjudagsmóti þar sem allir tefldu við alla (round robin). Þannig verða úrslit í mótinu bæði ljós og sanngjörn. Sá er þetta ritar vann líka mótið nokkuð örugglega, enda sallarólegur með verri stöður í flestum skákum en vann samt. Í öðru sæti varð síðan Hjálmar Sigurvaldason en Erlingur Tryggvason í því þriðja.
Öll úrslit og stöðu mótsins má annars nálgast hér á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður þriðjudaginn (nema hvað) 25. janúar, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12.