Andrey Prudnikov öruggur sigurvegari á ÞriðjudagsmótiÞátttaka í á Þriðjudagsmóti vikunnar var með ágætum en þó vantaði einhverja fastagesti sem etja nú kappi á Haustmóti TR. Ein afleiðingin var sú að Andrey Prudnikov var stigahæstur keppenda að þessu sinni en fékk hins vegar samkeppni úr óvæntri átt. Arnaldur Árni Pálsson lagði að velli alla andstæðinga í fyrstu fjórum umferðunum og tefldi síðan úrslitaskák við Andrey um efsta sætið. Í henni laut Arnaldur í lægra haldi enda stigamunurinn 690 ELOstig en náði samt samt 2. sætinu og hlaut að auki verðlaunin fyrir bestan árangur skv. frammistöðustigum. Í 3. – 5. sæti með jafnmarga vinninga og Arnaldur komu síðan Elvar Örn Hjaltason, Arnar Ingi Njarðarson og Helgi Hauksson.

Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.

Næsta atskákmót verður þriðjudagskvöldið 19. september og hefst að venju kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fimm umferðir, tímamörk eru 10 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma.

Á fjórða tug keppenda var á Þriðjudagsmóti 12. september

Á fjórða tug keppenda var á Þriðjudagsmóti 12. september