Grand Prix mót í kvöldGrand Prix mótaröð T.R. og Fjölnis  heldur áfram í kvöld, í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi  með 7 mínútna umhugsunartíma.

Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn á grunnskólaaldri.

Tónlistarverðlaun í boði að venju

Skákstjóri í kvöld verður Helgi Árnason.