Eiríkur með afar nauman sigur á Þriðjudagsmóti



Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku og það gerðist einfaldlega þannig að þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign á 4. og næstsíðustu umferð en unnu aðra andstæðinga. Þegar upp var staðið taldist Eiríkur sigurvegari á 1 Bucholz stigi en Kristófer Orri Guðmundsson fór hins vegar heim með verðlaun fyrir besta árangur á frammistöðustigum. Þetta hefur reyndar orðið sigurvegaranum og skákstjóranum (sem líka skrifar þessar línur) tilefni til hugleiðinga um aðrar leiðir til að ákvarða sigurvegara þegar tveir eru efstir og jafnir en þær hugleiðingar verða ef til vill gerðar opinberar síðar.

Öll úrslit og stöðu Þriðjudagsmótsins má annars nálgast hér á chess-results.

Nú tekur við sumarskipulag á Þriðjudagsmótum en næsta mót verður samt sem áður strax 7. júni n.k. en síðan annan hvern þriðjudag eftir það. Tímasetningar í sumar má sjá hér.