Ólafur Thorsson tryggði sigurinn á Þriðjudagsmóti í síðustu umferðÓlafur Thorsson hefur verið mjög iðinn við kolann á Þriðjudagsmótum í haust og oftar en ekki farið með sigur af hólmi, þegar hann hefur verið með. Að þessu sinni setti þó Helgi Hauksson, annar dugnaðarforkur Þriðjudagsmótanna, dálítið strik í reikninginn hjá Ólafi með því að gera við hann jafntefli í 2. umferð. Helgi stóð reyndar til vinnings, þar til í tímahraki í blálokin. Ólafur vandaði sig betur í næstu tveimur umferðum og tefldi því hreina úrslitaskák við Kristófer Orra Guðmundsson í síðustu umferð. Svo fór að Ólafi brást ekki bogalistin þar, og Kristófer sem var með fullt hús fram því, varð að játa sig sigraðan. Sá síðarnefndi náði þó öðru sætinu og mestri hækkun allra á stigum (+25,4 stig) en verðlaunin fyrir bestan árangur, miðað við frammistöðustig, féllu hins vegar Pétri Steini Guðmundssyni í 9. sæti í skaut.

Öll úrslit og stöðu Þriðjudagsmótsins má nálgast hér á chess-results.

Mótið 22. nóvember fellur niður. Í staðinn mælum við með undanrásum Íslandsmótsins í Fischer random sem fer fram í Mosfellsbæ, og stuðst verður við sömu tímamörk og á þriðjudagsmótunum. Upplýsingar um mótið.