Og enn sigrar Kristófer Orri á ÞriðjudagsmótiKristófer Orri Guðmundsson stefnir ekki bara að Þriðjudagsmótaþrennu, heldur lítur út fyrir að hann verði ótvíræður Sumarþriðjudagsmeistari 2022! Það kemur væntanlega í ljós eftr verslunarmannahelgina. Aftur var mæting með ágætum og mörg ný og gömul andlit sáust, auk þess sem tveir Íranir ljáðu mótinu alþjóðlegt yfirbragð. Í öðru sæti varð Aðalsteinn Thorarensen í harðri baráttu við Arnar Inga Njarðarson en jafntefli í síðustu umferð kostaði þann síðarnefnda að líkindum það sæti. Þriðja sætinu náði hins vegar Hjálmar Sigurvaldason sem vann síðustu fjórar eftir óvænt tap í fyrstu umferð. Efstur á frammistöðustigum varð síðan Hörður Jónasson sem hlýtur þannig, ásamt sigurvegaranum, verðlaunainnborgun hjá Skákbúðinni.

Öll úrslit og stöðu Þriðjudagsmótsins má annars nálgast hér á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður samkvæmt sumarskipulagi 2. ágúst n.k. þ.e. daginn eftir verslunarmannahelgi og hefst, að vanda, stundvíslega klukkan 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.