Ljósmyndir frá starfsemi TR 1975-1987ingi.r

Verið er að skanna inn ljósmyndir úr safni TR. Áhugasamir félagsmenn ásamt öðrum velunnurum félagsins hafa tekið þátt í verkefninu undanfarnar vikur. Albúmin spanna tímabilið 1975-1987. Ólafur H. Ólafsson, fyrrum formaður og stjórnarmaður í TR til marga ára, sá um að taka myndirnar og ganga frá þeim í vel merkt albúm.

Einnig eru myndir skráðar undir “lausar myndir” og “lítil albúm” og þær myndir eru yngri, frá ca. 1988-1996. Enn á eftir að skanna inn þónokkur albúm, sérstaklega þessi yngri, en gert er ráð fyrir að ljúka verkinu í haust.

Í framhaldinu væri gaman að reyna að taka saman eitthvað af myndefni úr starfsemi TR frá um aldamótum og til ca. 2008 þegar vefsíðan kom til sögunnar, og myndir frá því fyrir 1975.

Hægt er að skoða myndirnar á Dropbox.