Borgarskákmótið haldið fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 15Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 15:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu.

Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í skráningarforminnu til að liðka fyrir mótshaldi.

Þetta er í 37. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar verði á meðal keppenda. Í fyrra sigraði Helgi Áss Grétarsson, sem þá tefldi fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Verðlaun:

1.sæti 30.000 kr.

2.sæti 20.000 kr.

3.sæti 10.000 kr.

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

Verðlaun skiptast eftir Hort kerfi. Oddastigaútreikningur í mótinu:

  1. Bucholz -1
  2. Bucholz
  3. Innbyrðis úrslit
  4. Sonneborn-Berger