Björn Jónsson endurkjörin formaðurbjBjörn Jónsson var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram fyrr í kvöld. Meðstjórnendur voru kosnir Bragi Thoroddsen, Gauti Páll Jónsson, Kjartan Maack, Omar Salama, Ríkharður Sveinsson og Þórir Benediktsson. Varastjórn skipa Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Torfi Leósson og Birkir Bárðarson. Úr stjórn gengu Þröstur Olaf Sigurjónsson og Áslaug Kristinsdóttir og þakkar félagið þeim fyrir vel unnin störf.