Uncategorized

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu

IMG_1642

TEMPRA sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Borgarskákmótið er haldið í tengslum við afmælisdag Reykjavíkurborgar og Menningarnótt. Vignir Vatnar Stefánsson tefldi fyrir TEMPRU og vann með fullu húsi, hlaut hann 7 vinn. af 7 mögulegum. Gæðabakstur varð í öðru sæti með 6 vinn. en Arnar Gunnarsson tefldi fyrir Gæðabakstur. Efling, stéttarféla varð þriðja með 5½ ...

Lesa meira »

Gauti Páll og Kjartan Maack efstir á Þriðjudagsmóti

Gauti Páll

Mótsstjórinn Gauti Páll Jónsson, og fyrrum formaður TR Kjartan Maack, urðu efstir og jafnir á þriðjudagsmótinu þann 23. ágúst með 4.5 vinning af 5 eftir innbyrðis jafntefli í lokaumferðinni. Gauti Páll varð aðeins hærri á oddastigum þótt það munaði ekki miklu. Lokaskákin var spennandi og Gauti rétt slapp með fráskák í erfiðri vörn. 24 skákmenn mættu til leiks að þessu ...

Lesa meira »

Gamla kempan Sigurður Freyr efstur á þriðjudagsmóti

sigurdurfreyr

Gamla kempan, Sigurður Freyr Jónatansson, gerði sér lítið fyrir og sigraði á þriðjudagsmóti T.R. – ágúst #3, 16. ágúst sl.. Hlaut hann 4½ vinning af 5 mögulegum og leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Mohammedhossein Gashemi, sem kemur frá Íran og hefur verið að mæta á æfingar undanfarið.  Héðinn Briem lág í valnum gegn Sigurði í síðustu umferðinni þar sem Sigurður ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 28. ágúst klukkan 14

Arbæjarsafnsmotid_2015

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 28. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 15

radhus

Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 15:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...

Lesa meira »

Dagskrá Þriðjudagsmóta TR í sumar

þriðjudagur

Í júní og júlí verða Þriðjudagsmótin aðra hvora viku. Dagskráin: júní, 21. júní júlí, 19. júlí …og síðan vikulega frá og með ágúst Almennar upplýsingar um mótin: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmótin vikulega í ágúst

þriðjudagur

Vegna góðrar aðsóknar verða Þriðjudagsmót TR vikuleg í ágústmánuði, ekki hálfsmánaðarlega eins og auglýst hefur verið. Stjórn TR

Lesa meira »

Og enn sigrar Kristófer Orri á Þriðjudagsmóti

KoG nr 4 skorin

Kristófer Orri Guðmundsson stefnir ekki bara að Þriðjudagsmótaþrennu, heldur lítur út fyrir að hann verði ótvíræður Sumarþriðjudagsmeistari 2022! Það kemur væntanlega í ljós eftr verslunarmannahelgina. Aftur var mæting með ágætum og mörg ný og gömul andlit sáust, auk þess sem tveir Íranir ljáðu mótinu alþjóðlegt yfirbragð. Í öðru sæti varð Aðalsteinn Thorarensen í harðri baráttu við Arnar Inga Njarðarson en ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með fult hús á vel sóttu Sumar-Þriðjudagsmóti!

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson hlaut fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 5. júlí síðastliðinn. Kristófer hefur verið afar sigursæll á Þriðjudagsmótunum í vetur, en hann einbeitir sér að því að vinna menn yfir 2000 stigum. Reyndar einbeitir hann sér svo vel að því að innan skamms verður hann eflaust í þeim hópi! Í öðru til þriðja sæti með fjóra vinninga urðu ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson efstur á Viðeyjarmótinu

292302452_578395360668392_1239073001145965107_n-300x269

  Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari ...

Lesa meira »

Ljósmyndir frá starfsemi TR 1975-1987

ingi.r

Verið er að skanna inn ljósmyndir úr safni TR. Áhugasamir félagsmenn ásamt öðrum velunnurum félagsins hafa tekið þátt í verkefninu undanfarnar vikur. Albúmin spanna tímabilið 1975-1987. Ólafur H. Ólafsson, fyrrum formaður og stjórnarmaður í TR til marga ára, sá um að taka myndirnar og ganga frá þeim í vel merkt albúm. Einnig eru myndir skráðar undir “lausar myndir” og “lítil ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið á laugardaginn, skráning hafin!

videyjarstofa

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn laugardaginn 9. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður annað sinn sem mótið verður haldið. Í fyrra urðu Davíð Kjartansson og Ingvar þór Jóhannesson efstir. Frétt mótsins í fyrra   Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR. var haldinn í kvöld

20180909_150243

Aðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2022 haldinn í kvöld

logo-2

Aðalfundur T.R. 2022 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní og hefst hann kl. 20.00. Dagsrká: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Dagskrá fundarins er tiltekin í lögum félagsins: https://taflfelag.is/log/   Stjórn T.R.

Lesa meira »

Ólafur Thorsson með öruggan sigur á Þriðjudagsmóti

ÓlThorsson 3 sk

Enginn stóð í vegi fyrir Ólafi Thorssyni síðastliðinn þriðjudag; hann tryggði sér fyrsta sætið með fullu húsi og virtist aldrei vera í nokkurri hættu í sínum skákum. Enda var hann búinn undir að mæta enn sterkari andstæðingi en Timur Gareyev (2592) mætti á svæðið. Hann  hafði þó varið nokkrum klukkutímum við tölvuna um daginn við útskýringar á skákum Áskorendamótsins og ...

Lesa meira »

Ingvar Þór með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

ingvartj

Fide meistarinn frækni Ingvar Þór Jóhannesson landaði öruggum sigri á Þriðjudagsmótinu þann 7. júní síðastliðinn. Ekki nóg með það, heldur hækkaði hann um heil 0,6 stig fyrir árangurinn! Eins og sést á Twitter er Ingvar sprúðlandi ánægður með árangurinn! Góður undirbúningur fyrir liðsstjórn á Ólympíumótinu! Ásamt Ingvari, fær Brynjar Bjarkason verðlaunin frá Skákbúðinni. Brynjar, sem er með 1569 stig, var með árangur ...

Lesa meira »

Eiríkur með afar nauman sigur á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku og það gerðist einfaldlega þannig að þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign á 4. og næstsíðustu umferð en unnu aðra andstæðinga. Þegar upp var staðið taldist Eiríkur sigurvegari á 1 Bucholz stigi en Kristófer Orri Guðmundsson fór hins vegar heim með verðlaun fyrir besta árangur á frammistöðustigum. Þetta ...

Lesa meira »

Ingvar Wu fer himinskautum á skákmótum!

ingvarwu

Ingvar Wu Skarphéðinsson hefur átt góða spretti við skákborðið undanfarið. Ingvar er þrettán ára og æfir hjá TR og tekur einnig virkan þátt í öllu mótahaldi. Ingvar vann Meistaramót Skákskóla Ísland í U2000 flokki helgina 20.-22. maí. Ingvar hlaut 5.5 vinnig af 6. Umfjöllun um Meistaramót Skákskólans. Ingvar varð einn Landsmótsmeistari í eldri flokki helgina 27.-29. maí. Þar hlaut hann ...

Lesa meira »

Vignir og Hjörvar efstir á Meistaramóti Truxva!

truxvi3

Meistaramót Truxva var haldið í sjötta sinn miðvikudagskvöldið 1. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama stendur TRUXVI fyrir TR u 16, semsagt, ungmenni í TR. Þau mættu að sjálfsögðu þónokkur til leiks, ásamt öðrum skákmönnum af öllum stærðum og gerðum. Þrír skákmenn voru í nokkrum sérflokki í mótinu, sem kom kannski ekki á óvart. Þetta voru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari og ...

Lesa meira »

Boðsmót TR hefst í kvöld!

logo-2

Boðsmót TR 2022 Boðsmót TR verður nú endurvakið, og haldið sem fimm umferða helgarkappskákmót helgina 3.-5. júní. Mótið er öllum opið og teflt verður í einum flokki. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Athugið að engar yfirsetur eru leyfðar í mótinu. Tímamörk í mótinu verða 90 mínútur á alla skákina, auk 30 sekúndna viðbótatíma við hvern leik. Enginn ...

Lesa meira »