Ingvar Þór með fullt hús á Þriðjudagsmóti!



Fide meistarinn frækni Ingvar Þór Jóhannesson landaði öruggum sigri á Þriðjudagsmótinu þann 7. júní síðastliðinn. Ekki nóg með það, heldur hækkaði hann um heil 0,6 stig fyrir árangurinn! Eins og sést á Twitter er Ingvar sprúðlandi ánægður með árangurinn! Góður undirbúningur fyrir liðsstjórn á Ólympíumótinu! Ásamt Ingvari, fær Brynjar Bjarkason verðlaunin frá Skákbúðinni. Brynjar, sem er með 1569 stig, var með árangur upp á 1985 stig, og telur þar líklega talsvert sigurinn gegn Gauta Páli, mótshaldara og mikilum viðskiptavini Skákbúðarinnar!

zibbit

22 skákmenn mættu til leiks að þessu sinni. Mótshaldarar eru ansi ánægðir með góða mætingu að sumri til en það var mikil lenska hér á landi að skákin nánast dytti alveg út yfir sumarmánuðina, en það er smám saman að breytast. Til dæmis taka Þriðjudagsmótin einfaldlega “létt sumarfrí”: Teflt annan hvern þriðjudag! Einnig er gaman að sjá reglulega þátttöku ungra skákmanna sem eru duglegir að gera eldri og stigahærri skákmönnum skráreifu!

Öll úrslit mótsins má nálgast á chess-results.

Næsta Þriðjudagsmót verður því þann 21. júní næstkomandi klukkan 19:30.

Sumardagsrká Þriðjudagsmótanna.