Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skákþing Reykjavíkur – Lenka sigraði Guðmund

20170108_145639

Í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur mættust nokkrir af þeim sem má telja líklegt að verði á meðal þeirra efstu í mótinu þegar upp er staðið. Yfirleitt unnu þeir sterkari, þ.e. alþjóðlegir meistarar og Fide-meistarar unnu þá titillausu. Á efsta borði mættust hins vegar tveir titilhafar; alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson mætti stórmeistaranum Lenku Ptacnikovu. Lenka hafði sigur í þeirri viðureign og ...

Lesa meira »

Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur

SkakthingReykjavikurLogo17

Önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í gær og hart barist á öllum borðum. Flestar viðureignir fóru eins og vænta mátti en þó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifið, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014, Þorvarði Fannari Ólafssyni (2188). Svipað varð upp á teningnum hjá Halldóri Garðarssyni (1837) og Júlíusi Friðjónssyni (2145). Þá urðu næstum stórtíðindi ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2017 er hafið

20170108_145647

Skákþing Reykjavíkur, það 86. sem haldið er, hófst sunnudaginn 8. janúar sl. og eru þátttakendur að venju skemmtileg blanda af meisturum, verðandi meisturum, efnilegum skákmönnum, venjulegum skákmönnum og óvenjulegum. Tæplega 60 keppendur ætla að berjast um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þetta árið, þar af einn stórmeistari kvenna, tveir alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar. Helmingur keppenda er með 1850 stig eða meira. ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun sunnudag kl. 13

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast 7.janúar

tr16

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný laugardaginn 7.janúar og standa til laugardagsins 13.maí þegar önninni lýkur með hinni árlegu Vorhátíð. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins munu börnin fá markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem mun nýtast þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Æfingagjöld fyrir vormisseri 2017 haldast ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag klukkan 13:00

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Páll Agnar sigurvegari á Jólahraðskákmóti TR

IMG_9026

Í sannkölluðu hátíðarskapi lögðu tæplega 50 manns leið sína í Faxafenið í gærkveld til að leiða saman hesta sína í Jólahraðskákmóti TR og að öllum líkindum er um að ræða fjölmennasta jólamótið í áraraðir. Tefldar voru níu umferðir með tímamörkunum 4 +2 en nokkur umræða hefur verið í gangi um hvaða tímamörk skuli almennt stuðst við í hraðskákmótum félaganna. Þykir ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fer fram 29.desember

jol15-1

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 29. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Tekið verður við skráningum í mótið á skákstað á mótsdegi kl.19:00-19:25. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar

IMG_7885

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...

Lesa meira »

Fjölmennt fjölskylduskákmót á jólaæfingu TR

20161210_154538

Laugardaginn 10. desember var haldin hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin ár hvert er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir bregða þá á leik með fjölskyldunni í skemmtilegri liðakeppni. Jólaskákæfingin í dag var sameiginleg fyrir alla skákhópana sem hafa verið í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsæfingahópinn og afrekshópa A og B. Fjölskylduskákmótið, sem er tveggja manna liðakeppni, var fyrst á dagskrá. Krökkunum hafði verið boðið upp á ...

Lesa meira »