Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skákþing Reykjavíkur 2017 – Uppgjör

20170205_160551

Skákþing Reykjavíkur hófst 5. janúar og lauk 3. febrúar 2017 og var nú haldið í 86. sinn. Þátttakendur voru 56 að þessu sinni en Skákþingið hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt stærsta opna innanlandsmótið í einstaklingskeppni á Íslandi. Þá virðist sá háttur sem hefur verið hafður á síðustu ár, þ.e. að tefla tvisvar í viku og hafa ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing kl.14-16 fellur niður 11.febrúar

20170206_174033

Vegna hinnar geysivinsælu Bikarsyrpu sem fram fer um helgina í húsnæði TR þá fellur niður skákæfingin kl.14-16. Stúlknaæfingin fellur jafnframt niður. Aðrar æfingar sem fyrirhugaðar voru um helgina verða á hefðbundnum tímum.

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 22. febrúar

IMG_8088

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina  auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Mótið verður nú haldið í 26. sinn en núverandi Skákmeistari öðlinga er Stefán Arnalds. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 22. febrúar kl. 19.30 2. ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli er Reykjavíkurmeistari grunnskóla 2017. Rimaskóli hlutskarpastur í stúlknaflokki.

IMG_9158

  Húsfyllir var á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem haldið var í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. 130 börn mættu galvösk til leiks eftir langan skóladag og settust að tafli í 28 skáksveitum. Það var með nokkrum ólíkindum að fylgjast með börnunum sitja einbeitt við skákborð í þrjár klukkustundir eftir langan skóladag, og það á kvöldmatartíma. Svöng og þreytt framleiddu börnin margar ...

Lesa meira »

Fjórða mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram næstkomandi helgi

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða fer fram fimmtudaginn 16.febrúar

20160210_202854

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2017 sem fram fer í félagsheimili TR að Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Taflið hefst klukkan 19:30. Mótið er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liði og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 8 mínútur á hverja ...

Lesa meira »

Guðmundur Gíslason vann yfirburðasigur á Hraðskákmóti Reykjavíkur en Dagur Ragnarsson er Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2017

20170205_154045

Í örstuttu viðtali við fréttaritara eftir níundu og síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur á föstudagskvöld sagði Guðmundur Gíslason aðspurður, að hann væri ekki að fara að aka vestur á firði það kvöldið, heldur ætlaði hann að vera í bænum á laugardag og vinna síðan Hraðskákmót Reykjavíkur á sunnudag. Og það gerði hann heldur betur! Guðmundur var búinn að vinna allar tíu ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur hefst á morgun sunnudag kl.13

IMG_7890

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 5.febrúar og hefst taflið kl. 13. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskóla fer fram næstkomandi mánudag

IMG_7921

Reykjavíkurmót grunnskólasveita verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 mánudaginn 6.febrúar og hefst mótið kl.17. Þetta fjölmenna skákmót, sem er árviss viðburður í reykvískri skólaskák, er samvinnuverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 8 mínútur fyrir hverja skák og bætast 2 sekúndur við umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Þátttökurétt hafa ...

Lesa meira »

SÞR 9.umferð: Guðmundur Kjartansson er Skákmeistari Reykjavíkur 2017

IMG_9069

Guðmundur Kjartansson vann Benedikt Jónasson í lengstu skák umferðarinnar í gærkvöldi og tryggði sér þar með nokkuð öruggan sigur í mótinu, vinningi fyrir ofan næsta mann. Eftir rólega byrjun vann Guðmundur peð en Benedikt brá þá á það ráð að fórna tveimur til viðbótar fyrir virka menn í endatafli. Guðmundur þurfti að vanda sig við úrvinnsluna og náði að sigla ...

Lesa meira »

SÞR 8.umferð: Guðmundur Kjartansson vann Björn Þorfinnsson og er efstur fyrir síðustu umferð

20170201_205825

Guðmundur Kjartansson hafði sigur í viðureign alþjóðameistaranna í gærkvöldi. Björn Þorfinnsson lék snemma biskup til f4 en sú byrjun er kennd við sjálfa Lundúnaborg. Hún þótti óvenjuleg og sakleysisleg fyrir nokkrum árum en það er nú allt breytt. Bæði er hún orðin reglulegur hluti af vopnabúri sterkustu skákmanna og svo var ekkert sakleysislegt við byrjanataflmennsku Björns; hann blés strax til ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur hefst sunnudaginn 5.febrúar kl.13

IMG_7890

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 5.febrúar og hefst taflið kl. 13. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...

Lesa meira »

Fjórða mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 10.-12. febrúar

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...

Lesa meira »

SÞR 7.umferð: Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson efstir og mætast í næstu umferð

IMG_9123

  Guðmundur Kjartansson vann peð snemma tafls gegn Degi Ragnarssyni en gaf drottningu fyrir hrók og mann og færi með valdað frípeð. Dagur þurfti síðan að gefa heilan hrók fyrir frípeðið og þar með var Dagur að kveldi kominn. Hinn alþjóðameistarinn við toppinn, blaðamaðurinn og fyrrum forsetinn Björn Þorfinnsson vann Örn Leó Jóhannsson og deilir nú efsta sætinu með Guðmundi. ...

Lesa meira »

SÞR 6.umferð: Dagur Ragnarsson leiðir

20170108_145618

Sviptivindar voru á toppnum í 6. umferð Skáþingsins í gærkvöldi. Dagur Ragnarsson vann peð gegn Gauta Páli Jónssyni á fyrsta borði og sigldi vinningi örugglega í höfn. Félagi Dags á toppnum fyrir umferðina, Lenka Ptacnikova, tapaði hins vegar fyrir Birni Þorfinnssyni sem var mættur ferskur til leiks eftir frí í síðustu umferðunum. Jóhann Ingvason vann tvö peð eftir flækjur gegn ...

Lesa meira »

SÞR 5.umferð: Jafntefli hjá Lenku og Degi

20170108_145556

Víða mátti sjá snaggaraleg tilþrif í fimmtu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í gær. Bragðarefurinn Kristján Örn Elíasson fórnaði manni gegn Ingvari Agli Vignissyni fyrir „eitthvað af peðum“ eins og hann orðaði það sjálfur. Í kjölfarið virtist Ingvar ná vænlegri stöðu en ákvað á ögurstundu að gefa manninn til baka og niðurstaðan varð jafntefli. Á næsta borði sigldi Jon ...

Lesa meira »

Dagur og Lenka með fullt hús á Skákþinginu

IMG_9068

Dagur Ragnarsson vann nokkuð örugglega á efsta borði gegn Erni Leó Jóhannssyni í 4. umferð á miðvikudag en Lenka mátti hafa verulega fyrir sigri gegn Júlíusi Friðjónssyni á öðru borði. Eftir þrautseiga vörn í drottningarendatafli, missti Júlíus líklega af jafnteflisleið í 58. leik og mátti játa sig sigraðan eftir 74. leik. Dagur og Lenka eru þannig efst eftir 4. umferð ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst 6.febrúar

Reykjavíkurmót grunnskóla 2017

Reykjavíkurmót grunnskólasveita verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 mánudaginn 6.febrúar og hefst mótið kl.17. Þetta fjölmenna skákmót, sem er árviss viðburður í reykvískri skólaskák, er samvinnuverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 8 mínútur fyrir hverja skák og bætast 2 sekúndur við umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Þátttökurétt hafa ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur – Lenka sigraði Guðmund

20170108_145639

Í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur mættust nokkrir af þeim sem má telja líklegt að verði á meðal þeirra efstu í mótinu þegar upp er staðið. Yfirleitt unnu þeir sterkari, þ.e. alþjóðlegir meistarar og Fide-meistarar unnu þá titillausu. Á efsta borði mættust hins vegar tveir titilhafar; alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson mætti stórmeistaranum Lenku Ptacnikovu. Lenka hafði sigur í þeirri viðureign og ...

Lesa meira »

Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur

SkakthingReykjavikurLogo17

Önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í gær og hart barist á öllum borðum. Flestar viðureignir fóru eins og vænta mátti en þó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifið, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014, Þorvarði Fannari Ólafssyni (2188). Svipað varð upp á teningnum hjá Halldóri Garðarssyni (1837) og Júlíusi Friðjónssyni (2145). Þá urðu næstum stórtíðindi ...

Lesa meira »