Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hallgerður efst á Þriðjudagsmóti 27. desember

hallgerdur

Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 4.5 vinning af 5 á Þriðjudagsmótinu milli jóla og nýjárs, þann 27. desember. Þrír skákmenn fengu 4 vinninga, þeir Gauti Páll Jónsson, Kristófer Orri Guðmundsson og Arnar Ingi Njarðarson. 22 skákmenn mættu til leiks. Verðlaun fyrir bestan árangur miðað við stig fékk Pétur Alex Guðjónsson (1287) með árangur upp á 1621 stig, og hækkar hann ...

Lesa meira »

Grímur Daníelsson efstur á Þriðjudagsmóti 20. desember

grimurdan

Jon Olav Fivelstad sá um skákstjórn á Þriðjudagsmótinu þann 20. desember í fjarveru Gauta Páls, sem var strandaglópur í Póllandi eftir taflmennsku á EM í at-og hraðskák. Hann komst þó heill heim, eftir að hafa gefið elóstigin sín til góðra málefna. Grímur Daníelsson vann mótið með 4.5 vinning af 5, og hlaut Aron Ellert Þorsteinsson 4 vinninga. Þeir Aron og ...

Lesa meira »

Lenka efst á Jólahraðskákmóti T.R. 2022

IMG_3952

  Lenka Ptacnikova varð efst á Jólahraðskákmóti T.R. sem fram fór 29. desember. Keppnin var jöfn og hörð en hún hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð. Lenka hlaut 9 vinn. af 11. Arnar Milutin varð annar með 8½ vinn. og Stephan Briem og Matthías Björgvin Kjartanssn urðu í 3-4. sæti með 8. Árangur Matthíasar var afar góður og stigabreyting ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 29. desember

jolakerti

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 29. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000.- (greiðist með reiðufé á staðnum eða innlögn á reikning félagsins). Frítt er ...

Lesa meira »

Dagur Ragnarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti

dagurr

Fidemeistarinn knái Dagur Ragnarsson fékk fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 13. desember síðastliðinn. Dagur tefldi örugglega og segja má að úrslitaumferðin hafi verið í þeirri fjórðu, þegar Dagur lagði Ólaf Thorsson af velli. Ólafur og Gauti Páll Jónsson voru næstir í röðinni með fjóra vinninga og Arnar Ingi Njarðarson með þrjá og hálfan. Dagur hlaut að verðlaunum 3000 króna ...

Lesa meira »

Alexander Atskámeistari Reykjavíkur 2022

IMG_3431

Alexander Demalchuk varð Atskákmeistari Reykjavíkur á dögunum þegar hann varð efstur á Atskákmóti Reykjavíkur með fullt hús vinninga, 9 vinn. af 9 mögulegum. Næstir honum komu Vignir Vatnar Stefánsson með 7½ vinn. og jafnir í 3-6. sæti urðu Benedikt Briem, Dagur Ragnarsson og Jóhann Ingvason, allir með 6 vinn. af 9. Þátttakan í mótinu var lakari en undanfarið en mikið ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskólanna 2022

IMG_3508

Jólaskákmót grunnskólanna var haldið 4. desember sl. Sem fyrr var keppninni skipt upp í þrjá flokka og var keppt um þrjá titla í opnum flokki og stúlknaflokki. Jólaskákmótið er samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið síðan 1993. Keppni féll niður árin 2020-2021 v. Covid. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir frá SFS og aðaldómari var Ríkharður ...

Lesa meira »

Jósef Omarsson efstur á Þriðjudagsmóti!

josef

Jósef Omarsson, fæddur 2011, gerði sér lítið fyrir og vann Þriðjudagsmótið þann 6. desember síðastliðinn. Þetta er líklega yngsti sigurvegari Þriðjudagsmóts síðan mótin hófu göngu sína að nýju fyrir þremur árum. Jósef, sem náði að bjarga jafntefli í 1. umferð með patti, tryggði sér sigur með að vinna næstu andstæðinga sína fjóra, og þeirra á meðal Kristófer Orra Guðmundsson í ...

Lesa meira »

Mánaðarhraðskákmót TR í kvöld!

þriðjudagur

Desember-mánaðarhraðskákmót TR fer fram sunnudagskvöldið 4. desember klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Stefnt er að svona móti í hverjum mánuði. Mótin eru opin öllum. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3/2. 1000 króna þátttökugjald og 500 fyrir 17 ára og yngri. Ókeypis þátttökugjöld fyrir 17 ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 4. desember

jolakerti

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 4. desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Josef og Iðunn Unglinga- og Stúlknameistarar Taflfélags Reykjavíkur.

unglTR22_1

Það vantaði ekki nýliðunina á Barna- unglinga og stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur í dag, en einir 10 krakkar tóku þá þátt í sínu fyrsta skákmóti. Hafa krakkarnir verið dugleg að sækja skákæfingar TR í haust og var nú svo komið að þeim að taka þátt í skákmóti, sem þau gerðu með miklum sóma, enda var það mál manna að sjaldan hefði ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld

þriðjudagur

Þriðjudagsmót fellur niður í kvöld vegna undanrása fyrir Íslandsmótið í Fischer random, sjá nánar hér. Mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi fer síðan fram Atskákmót Reykjavíkur.

Lesa meira »

Unglingameistaramót TR fer fram á morgun!

TR_300w

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót T.R., fer fram sunnudaginn 20. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og áætlað er að mótinu ljúki kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. ...

Lesa meira »

Ólafur Thorsson tryggði sigurinn á Þriðjudagsmóti í síðustu umferð

TR Rapid 15 nov  sk

Ólafur Thorsson hefur verið mjög iðinn við kolann á Þriðjudagsmótum í haust og oftar en ekki farið með sigur af hólmi, þegar hann hefur verið með. Að þessu sinni setti þó Helgi Hauksson, annar dugnaðarforkur Þriðjudagsmótanna, dálítið strik í reikninginn hjá Ólafi með því að gera við hann jafntefli í 2. umferð. Helgi stóð reyndar til vinnings, þar til í ...

Lesa meira »

Atskákmót Reykjavíkur haldið 28.-29. nóvember!

þriðjudagur

Atskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsakynum TR, Faxafeni 12, 28.-29. nóvember næstkomandi. Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 28. nóvember klukkan 19:30 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 29. nóvember klukkan 19:30. Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts. ...

Lesa meira »

Mánaðarhraðskákmót TR fer fram í kvöld!

tr

Nóvember mánaðarhraðskákmót TR fer fram sunnudagskvöldið 13. nóvember klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Mótin eru nú endurvakin eftir tasverðan dvala. Stefnt er að svona móti í hverjum mánuði. Mótin eru opin öllum. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3/2. 1000 króna þátttökugjald og 500 fyrir ...

Lesa meira »

Blikar Atskákmeistarar Taflfélaga 2022!

attaafl_1

Skákdeild Breiðabliks unnu glæsilegan sigur á Atskákkeppni Taflfélaga 2022. Þetta er annað skiptið sem TR heldur þetta mót, og einnig í annað sinn sem Blikar vinna mótið. Eins og Halldór Grétar Einarsson liðsstjóri Breiðabliks benti réttilega á, þá er þetta raunverulega Íslandsmót, hér er lítið um erlenda málaliða eins og á Íslandsmóti skákfélaga. Átta taflfélög mættu til leiks og þar ...

Lesa meira »

Ólafur Thorsson með fullt hús á afar fjölmennu Þriðjudagsmóti

3.11.22_thridjudags

Ólafur Thorsson vann Þriðjudagsmótið 1. nóvember með fullu húsi. Skákirnar virtust vinnast nokkuð sannfærandi nema þá helst gegn Torfa Leóssyni, sem slysaðist til að falla á tíma peði yfir. En klukkan er ekki síður mikilvæg í atskák eins og í hraðskák, eins og sást vel á heimsmeistaramótinu í Fischer slembiskák. 37 keppendur mættu til leiks sem er meira en oft ...

Lesa meira »