Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur – 2023



Sunnudaginn 3.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur. Þetta mót sem er samstarfsverkefni Frístundasviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur hefur verið haldið með einum eða öðrum hætti allt síðan 1983. Eins og síðustu ár var mótinu skipt í þrjá aldurs flokka og var teflt frá morgni til kvölds. Mikil aukning var á þátttöku frá árinu áður og voru í ár skráðar 42 sveitir til leiks. Teflt var í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur og má ætla að yfir 200 manns hafi verið á staðnum yfir daginn.

Þetta mót er alltaf mjög skemmtileg byrjun á desember mánuðinum en á sama tíma krefjandi fyrir keppendur þar sem mikil keppni er um verðlaunasæti.

En vindum okkur þá að sjálfri keppninni.

1-3 flokkur

Jólaskákmót Reykjavíkur 2023

Í yngsta flokknum voru skráðar 12 sveitir. Eftir sex umferðir var það Melaskóli sem stóð einn efstur með 19,5 vinning. Rétt á eftir með aðeins vinningi minna var A sveit Rimaskóla. Þriðja sætið féll í hlut Langholtsskóla með 15,5 vinning, hálfum vinningi yfir næsta liði. Efsta sveit stúlkna var síðan Stúlknasveit Rimaskóla.

🥇Melaskóli A 19,5

🥈Rimaskóli A 18,5

🥉Langholtsskóli 15,5

Sigurlið Melaskóla

Sigurlið Melaskóla

Silfurlið Rimaskóla

Silfurlið Rimaskóla

Bronslið Langholtsskóla

Bronslið Langholtsskóla

Stúlkna sveit Rimaskóla

Stúlkna sveit Rimaskóla

4-7 flokkur

IMG_0511

Um hádegisbil hófst taflmennskan í 4-7 flokki.  Þar voru 20 lið skráð til leiks og var skáksalurinn í Faxafeninu nánast kominn að þolmörkum. Hér var einnig gífurlega hart barist allt fram á lokametra. Aftur voru það sömu skólarnir sem deildu um efstu sætin og aftur féll það í hlut A sveit Melaskóla að rétt merja sigurinn hálfum vinning yfir A sveit Rimaskóla. A-lið Stúlkna Rimaskóla var síðan í þriðja sæti og varð í leiðinni efsta stúlkna liðið.

🥇Melaskóli 19

🥈Rimaskóli A 18,5

🥉Rimaskóli stúlkur A 14,5

Sigurlið Melaskóla

Sigurlið Melaskóla

Silfurlið Rimaskóla

Silfurlið Rimaskóla

Bronslið Rimaskóla

Bronslið Rimaskóla

8-10 flokkur

jólamót 8-10

Í elsta flokknum var það Landakotsskóli sem leiddi mótið strax frá byrjun og fékk eftir sex umferðir 21 vinning af 24 mögulegum. Í öðru sæti var það Réttarholtsskóli með 17 vinninga og skammt á eftir var Breiðholtsskóli með 15 vinninga. Efst stúlkna sveita var stúlknasveit Rimaskóla. Vel gert hjá Rimaskóla sem náði að manna stúlknalið í öllum aldursflokkum!!

🥇Landakotsskóli 21

🥈Réttarholtskóli 17

🥉Breiðholtsskóli 15

Sigurliðs Landakotsskóla

Sigurlið Landakotsskóla

Silfurlið Réttarholtsskóla

Silfurlið Réttarholtsskóla

Bronslið Breiðholtsskóla

Bronslið Breiðholtsskóla

Stúlknalið Rimaskóla

Stúlknalið Rimaskóla

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum skólum fyrir þátttöku og vonast til að sjá sem flest lið í vor á næsta ári þegar Reykjavíkurmót Grunnskólasveita verður haldið.

Allar upplýsingar um niðurstöðu Jólamóts Grunnskólasveita er hægt að sjá á chess-results:

 



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.