Davíð og Omar enn efstir á KORNAX mótinuMikil spenna er á Skákþingi Reykjavíkur þegar aðeins tvær umferðir lifa af móti.  Í sjöundu umferð, sem fór fram í gærkvöldi, sigruðu Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama í sínum viðureignum og halda því hálfs vinnings forskoti á næstu menn.  Davíð lagði stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, og Omar vann norðanmanninn reynda, Þór Má Valtýsson.

 

Davíð og Omar hafa 6,5 vinning en TR-ingarnir Halldór Pálsson og Daði Ómarsson koma næstir með 5 vinninga.  Daði vann Júlíus L. Friðjónsson og Halldór vann Dag Ragnarsson.  Lenka kemur næst með 5 vinninga, ásamt Fide meistaranum Einari Hjalta Jenssyni, Jóhanni H. Ragnarssyni og Mikael Jóhanni Karlssyni.  Hvorki meira né minna en tíu keppendur koma næstir með 4,5 vinning.

 

Af öðrum úrslitum má nefna að Hellispilturinn efnilegi, Dawid Kolka, gerði jafntefli við Oliver Aron Jóhannesson og sömuleiðis gerði Jóhann Arnar Finnsson jafntefli við Atla Jóhann Leósson en töluverður stigamunur var á milli keppenda í þessum viðureignum.

 

Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fer fram á miðvikudagskvöld mætast á efstu borðum Davíð og Daði, Halldór og Omar, Einar Hjalti og Jóhann sem og Mikael og Lenka.