Einar Helgi, Ýmir Nói og Tristan Fannar sigurvegarar Bikarsyrpu IIHelgina 10 til 12 nóvember fór fram önnur Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2023-24. Þessi mótaröð hefur verið og er einn besti vettvangur fyrir keppendur til að taka sín fyrstu skref að tefla kappskák og kynnast því hvernig er að skrifa skákir. Nokkuð er um fasta gesti á þessum mótum en alltaf ákveðinn nýliðun og voru óvenju margir að taka sýn fyrstu skref. Að þessu sinni voru mættir 36 keppendur frá 6 félögum og stóðu þeir allir sig rosalega vel.

 

Nokkuð var um óvænt úrslit og áttu sumir keppendur nokkuð góða spretti. Miðað við taflmennsku hjá sumum erum við að sjá nokkur ný nöfn væntanleg á skákstigalistann á næstu mánuðum.

 

Vindum okkur þá að mótinu sjálfu og förum beint í lokaumferðina. Fyrir hana deildu Einar Helgi og Tristan Fannar efsta sætinu báðir með 5 vinninga. Eftir að þeir sömdu stutt jafntefli í Alapin afbrigðinu í Sikiley beindist athyglin að næstu tveimur borðum.  Þar voru þeir Hrannar Már og Ýmir Nói á öðru borði sem áttust við. Á þriðja borði var það nýliðinn Tristan Nash sem átti einnig möguleika á að ná efstu mönnum með sigri. Andstæðingur hans Arnar Bjartur sýndi lítil grið og var búinn að byggja upp yfirburðastöðu þegar sæst var á jafnan hlut.

 

Skák Hrannars og Ýmis var lengi mjög spennandi en eftir að sú skák hafði skipt um eigendur endaði Ýmir að hafa betur að þessu sinni.

20231112_171154430_iOS

Þá var kominn upp sú óvenjulega staða að þrír keppendur urðu efstir og jafnir með 5,5 vinning. Eftir stigaútreikning þar sem taldir voru vinningar andstæðinga hvers keppenda að frádregnum lægsta andstæðing var það Einar Helgi sem stóð uppi sem sigurvegari og endaði efstur með 28,5 stig. Ýmir Nói og Tristan Fannar voru síðan stutt á eftir með 27 og 26,5 stig.

20231112_172717019_iOS

🥇Einar Helgi Dóruson 5,5 (28,5)

🥈Ýmir Nói Jóhannesson 5,5 (27)

🥉Tristan Fannar Jónsson 5,5 (26,5)

20231112_172421120_iOS

Stúlknaverðlaun: 

 

🥇Halldóra Jónsdóttir 3,5

🥈Emilía Sigurðardóttir 3

🥉Marey Kjartansdóttir 1

 

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum keppendum fyrir þátttöku og vonumst til að sjá sem flesta á næsta móti í mótaseríunni sem haldið verður á næsta ári.

 

Hægt er sjá öll úrslit mótsins á Chess-results: https://chess-results.com/tnr846704.aspx?lan=1&art=1&rd=7About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.