Adam Omarsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmóti TR eftir langt hlé!



Fyrsta fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur í ellfu ár var haldið 7.september s.l.  Ánægjulegt að endurvekja fimmtudagsmótin og um leið að auka starfssemi og nýtingu á frábærum aðstæðum sem eru fyrir hendi í Taflfélagi Reykjavíkur.  Umferðirnar voru 10 og telfdar eru hraðskákir með tímamörkunum 3+2, sem þýðir, þrjá mínútur á hvorn keppanda fyrir sig að auki 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern leik sem leikinn er.  Þátttaka var góð, það mættu 17 keppendur til leiks og þar af einn stórmeistari, GM Bragi Þorfinnsson en annars var mótið sterkt, það mættu margir sterkir hraðskákmenn.  Sigurvegari kvöldsins var Adam Omarsson með 9 vinninga af 10 mögulegum og hækkar hann um 120 skákstig sem er ótrúlega góður árangur!  Í öðru sæti var stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson með 8.5 vinninga og í þriðja sæti var Gauti Páll Jónsson með 7.5 vinninga eins og Benedik Þórisson en Gauti Páll hafði betur á stigum, sjá nánari úrslit í chess results link hér að neðan. Benedikt Þórisson náði að vinna stórmeistarann! Mótið gekk hratt fyrir sig, síðasta umferð kláraðist rétt fyrir klukkan 22.  Næsta fimmtudagsmót er 14.september og eru allir hjartanlega velkomnir og heitt á könnunni.

Úrslit mótsins á chess-results.

Myndirnar tók Una Strand Viðarsdóttir

fimmt_8fimmt_7fimmt_6fimmt_5fimmt_4fimmt_3fimmt_2fimmt_1