Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Kristófer Orri með fult hús á vel sóttu Sumar-Þriðjudagsmóti!

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson hlaut fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 5. júlí síðastliðinn. Kristófer hefur verið afar sigursæll á Þriðjudagsmótunum í vetur, en hann einbeitir sér að því að vinna menn yfir 2000 stigum. Reyndar einbeitir hann sér svo vel að því að innan skamms verður hann eflaust í þeim hópi! Í öðru til þriðja sæti með fjóra vinninga urðu ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson efstur á Viðeyjarmótinu

292302452_578395360668392_1239073001145965107_n-300x269

  Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur á Viðeyjarmótinu sem fram fór í Viðey sl. laugardag. Hlaut hann 8 vinninga af 9 mögulegum. Tapaði einni skák gegn Gauta Páli Jónssyni sem varð jafn Guðna Stefáni Péturssyni í 2-3. sæti með 7 vinninga. Það gustaði lítillega á þá 23 keppendur sem lögðu leið sína út í Viðey en þátttakan var heldur lakari ...

Lesa meira »

Ljósmyndir frá starfsemi TR 1975-1987

ingi.r

Verið er að skanna inn ljósmyndir úr safni TR. Áhugasamir félagsmenn ásamt öðrum velunnurum félagsins hafa tekið þátt í verkefninu undanfarnar vikur. Albúmin spanna tímabilið 1975-1987. Ólafur H. Ólafsson, fyrrum formaður og stjórnarmaður í TR til marga ára, sá um að taka myndirnar og ganga frá þeim í vel merkt albúm. Einnig eru myndir skráðar undir “lausar myndir” og “lítil ...

Lesa meira »

Viðeyjarmótið á laugardaginn, skráning hafin!

videyjarstofa

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn laugardaginn 9. júlí kl. 13. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Þetta verður annað sinn sem mótið verður haldið. Í fyrra urðu Davíð Kjartansson og Ingvar þór Jóhannesson efstir. Frétt mótsins í fyrra   Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR. var haldinn í kvöld

20180909_150243

Aðalfundur T.R. fór fram í kvöld. Fundurinn var stuttur og átakalítill. Ríkharður Sveinsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Með honum í stjórn eru: Gauti Páll Jónsson, Una Strand Viðarsdóttir, Magnús Kristinsson, Jon Olav Fivelstad, Omar Salama og Daði Ómarsson. Varastjórn skipa: Eiríkur Björnsson, Torfi Leósson, Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon. Guðlaugur Gauti og Þorsteinn koma nýir inn í ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. 2022 haldinn í kvöld

logo-2

Aðalfundur T.R. 2022 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní og hefst hann kl. 20.00. Dagsrká: Almenn aðalfundarstörf Önnur mál Dagskrá fundarins er tiltekin í lögum félagsins: https://taflfelag.is/log/   Stjórn T.R.

Lesa meira »

Ólafur Thorsson með öruggan sigur á Þriðjudagsmóti

ÓlThorsson 3 sk

Enginn stóð í vegi fyrir Ólafi Thorssyni síðastliðinn þriðjudag; hann tryggði sér fyrsta sætið með fullu húsi og virtist aldrei vera í nokkurri hættu í sínum skákum. Enda var hann búinn undir að mæta enn sterkari andstæðingi en Timur Gareyev (2592) mætti á svæðið. Hann  hafði þó varið nokkrum klukkutímum við tölvuna um daginn við útskýringar á skákum Áskorendamótsins og ...

Lesa meira »

Ingvar Þór með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

ingvartj

Fide meistarinn frækni Ingvar Þór Jóhannesson landaði öruggum sigri á Þriðjudagsmótinu þann 7. júní síðastliðinn. Ekki nóg með það, heldur hækkaði hann um heil 0,6 stig fyrir árangurinn! Eins og sést á Twitter er Ingvar sprúðlandi ánægður með árangurinn! Góður undirbúningur fyrir liðsstjórn á Ólympíumótinu! Ásamt Ingvari, fær Brynjar Bjarkason verðlaunin frá Skákbúðinni. Brynjar, sem er með 1569 stig, var með árangur ...

Lesa meira »

Eiríkur með afar nauman sigur á Þriðjudagsmóti

SONY DSC

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku og það gerðist einfaldlega þannig að þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign á 4. og næstsíðustu umferð en unnu aðra andstæðinga. Þegar upp var staðið taldist Eiríkur sigurvegari á 1 Bucholz stigi en Kristófer Orri Guðmundsson fór hins vegar heim með verðlaun fyrir besta árangur á frammistöðustigum. Þetta ...

Lesa meira »

Ingvar Wu fer himinskautum á skákmótum!

ingvarwu

Ingvar Wu Skarphéðinsson hefur átt góða spretti við skákborðið undanfarið. Ingvar er þrettán ára og æfir hjá TR og tekur einnig virkan þátt í öllu mótahaldi. Ingvar vann Meistaramót Skákskóla Ísland í U2000 flokki helgina 20.-22. maí. Ingvar hlaut 5.5 vinnig af 6. Umfjöllun um Meistaramót Skákskólans. Ingvar varð einn Landsmótsmeistari í eldri flokki helgina 27.-29. maí. Þar hlaut hann ...

Lesa meira »

Vignir og Hjörvar efstir á Meistaramóti Truxva!

truxvi3

Meistaramót Truxva var haldið í sjötta sinn miðvikudagskvöldið 1. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama stendur TRUXVI fyrir TR u 16, semsagt, ungmenni í TR. Þau mættu að sjálfsögðu þónokkur til leiks, ásamt öðrum skákmönnum af öllum stærðum og gerðum. Þrír skákmenn voru í nokkrum sérflokki í mótinu, sem kom kannski ekki á óvart. Þetta voru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeistari og ...

Lesa meira »

Boðsmót TR hefst í kvöld!

logo-2

Boðsmót TR 2022 Boðsmót TR verður nú endurvakið, og haldið sem fimm umferða helgarkappskákmót helgina 3.-5. júní. Mótið er öllum opið og teflt verður í einum flokki. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Athugið að engar yfirsetur eru leyfðar í mótinu. Tímamörk í mótinu verða 90 mínútur á alla skákina, auk 30 sekúndna viðbótatíma við hvern leik. Enginn ...

Lesa meira »

Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti

Gauti Páll

20 manns mættu til leiks á Þriðjudagsmótið þann 24. maí síðastliðinn, nokkuð góð ársumarsmæting í góðu veðri! Efstur með 4.5 vinning af 5 varð Gauti Páll Jónsson, sem leyfði aðeins eitt jafntefli, gegn Guðna Stefáni Péturssyni. Helgi Hauksson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu fjóra vinninga. Nú var það Helgi sem fékk árangursverðaunin, með árangur um 400 stigum yfir sínum eigin ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva á morgun!

þriðjudagur

Meistaramót Truxva verður haldið miðvikudagskvöldið 1. júní, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í sjötta sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. U2000: Bókaverðlaun Efsta TR-ungmennið: Bókaverðlaun Meistaramótið markar lok starfsárs ungmennahreyfingar Taflfélags ...

Lesa meira »

Örvar Hólm sigurvegari Bikarsyrpu V – Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu mótaraðarinnar

IMG_2298

Helgina 6-8 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2021-2022. Ætlunin með þessum mótum hefur verið að gefa krökkum nasaþefinn af því hvernig er að tefla alvöru kappskákir (lengri tímamörk). Einnig hefur þetta reynst gott tækifæri fyrir keppendur að fá sín fyrstu skákstig. Til að það sé mögulegt þurfa hins vegar einhverjir þátttakendur að vera með ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með Þriðjudagstvennu!

thridjudags_17.5.22_1

Kristófer Orri Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og vann sitt annað Þriðjudagsmót í röð, bæði þann 10. og 17. maí með fullu húsi. Með hækkandi sól hefur aðeins fækkað á mótunum en þó mættu 12 skákkappar þann 18. maí til leiks. Í öðru sæti með 3.5 vinning var Hafliði Hafliðason. Árangursverðlaunin fékk hins vegar skákmaðurinn sem hneppti þriðja sætinu, hann ...

Lesa meira »

Skákæfingar TR fóru í sumarfrí með pompi og prakt!

aefing_vor22_3

Síðasta skákæfing barna fyrir sumarfrí í TR var í dag, laugardaginn 14. maí, og af því tilefni var slegið upp í skák og skemmtun. Mætingin var afskaplega góð, sérstaklega á svona góðviðrisdegi þar sem bókstaflega allt er í gangi. Byrjendaflokkur og framhaldsflokkur höfðu sameiginlega æfingu og var skipt í tvö lið og leiddi hvor þjálfaranna eitt lið. Fóru leikar þannig ...

Lesa meira »

Kristófer Orri með fullt hús á Þriðjudagsmóti

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson sigraði á Eurovision Þriðjudagsmótinu mikla, sama kvöld og Ísland tók þátt í þeirri skemmtilegu keppni. Vefstjóri vonar að þeim hafi gengið vel! Næstur á eftir Kristófer varð Adam Omarsson með fjóra vinninga, og hlutu fjórir keppendur þrjá vinninga. Árangursverðlaunin hlaut Gabriel Cumayas. 11 skákmenn mættu til leiks, en eins og vanalega má sjá öll úrlsit og stöðu ...

Lesa meira »

Skákæfing fullorðinna fellur niður í kvöld

þriðjudagur

Skákæfing fullorðinna fellur því miður niður í kvöld. Æfingarnar klárast í þarnæstu viku, mánudagstími 23. maí klukkan 19:30 og fimmtudagstími 26. maí klukkan 19:30.

Lesa meira »

Gauti og Adam efstir á Þriðjudagsmóti

GautiPogAdam_sk

Tveir urðu efstir og jafnir að vinningum á Þriðjudagsmótinu í síðustu viku en fóru ólíkar leiðir að því marki. Þannig tapaði Gauti Páll strax í 2. umferð fyrir „stigamannabananum“ Kristófer Orra Guðmundssyni en vann síðan afganginn. Adam Ómarsson fór hins vegar taplaus í gegnum mótið og sigldi skiptu efsta sæti í höfn með jafnteflum í tveimur síðustu umferðunum. Þannig báru ...

Lesa meira »