Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Skákir Skákþingsins
Gauti Páll Jónsson hefur slegið inn skákir 1.-3. umferðar í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Þær má nálgast hér. Fleiri skákir væntanlegar.
Lesa meira »Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Gauti Páll Jónsson hefur slegið inn skákir 1.-3. umferðar í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Þær má nálgast hér. Fleiri skákir væntanlegar.
Lesa meira »Margar spennandi viðureignir voru í 5.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Hart var barist á toppnum sem fyrr og urðu tveir titilhafar að játa sig sigraða. Á 1.borði mættust alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) og FIDE meistarinn Guðmundur Gíslason (2315) í hörkuskák. Í þessari orrustu um toppsætið mættust stálin stinn og varð eitthvað undan að láta. Svo fór ...
Lesa meira »Barna- og unglingaæfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust um síðastliðna helgi en á sama tíma fór fram Íslandsmót barna tíu ára og yngri þar sem margir fastagesta æfinganna voru meðal þátttakenda. Laugardagsæfingarnar halda áfram í dag og verður þá kynnt til leiks örlítið breytt fyrirkomulag byrjendaæfinganna sem hafa mælst mjög vel fyrir. Með breytingunni er vonast til að betur verði komið til ...
Lesa meira »Hér eru aðgengilegar í einni pgn skrá ríflega fimm þúsund skákir úr mótum Taflfélags Reykjavíkur á undanförnum árum. Mótin sem um ræðir eru: Haustmót T.R. 2005 og 2008-2014 Skákþing Reykjavíkur 2006 og 2008-2014 Boðsmót T.R. 2006-2008 Skákmót öðlinga 2005-2006, 2009 og 2012-2014 Vetrarmót öðlinga 2011-2013 U-2000 mótið 2005 Stórmeistaramót T.R. 2013 WOW-air mótið 2014
Lesa meira »Gauti Páll Jónsson skrifar Skákþing Reykjavíkur hefur farið vel af stað með miklum sviptingum í síðustu umferðum! Í gærkvöldi lagði Guðmundur Gíslason (2315) Sævar Bjarnason (2114) og er því einn efstur með fullt hús eftir fjórar umferðir. Stórmeistarabaninn Þorvarður Fannar Ólafsson (2245) og Fjölnismaðurinn Oliver Aron Jóhannesson (2170) gerðu jafntefli á öðru borði en þeir unnu báðir titilhafa í ...
Lesa meira »Það má með sanni segja að á ýmsu hafi gengið í Faxafeninu í gær þegar 3.umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Efstu borð léku á reiðiskjálfi og efnileg skákæskan stríddi sér reyndari og stigahærri skákmönnum svo eftir var tekið. Óvænt úrslit litu dagsins ljós á fimm af sex efstu borðunum. Þorvarður Fannar Ólafsson (2245) hefur gert mörgum meistaranum skráveifu í gegnum ...
Lesa meira »TR-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson gerði harða atlögu að sínum þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli á Hastings mótinu sem fór fram á dögunum. Guðmundur hlaut 7 vinninga í níu umferðum og hafnaði í 2.-4. sæti en hann tapaði aðeins einni skák og vann sex. Árangur Guðmundar samsvarar 2578 Elo-stigum og hækkar hann um 17 Elo-stig og er því ...
Lesa meira »Nokkuð var um óvænt úrslit í 2.umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld. Bar þar hæst sigur hins efnilega TR-ings Arons Þórs Mai (1262) á stjórnarmanni Skáksambands Íslands, Óskari Long Einarssyni (1619). Sterkur sigur hjá Aroni sem er til alls líklegur við skákborðið um þessar mundir. Þá gerði Bjarni Sæmundsson (1895) jafntefli við annan stjórnarmann Skáksambandsins, skákdómarann geðþekka Omar ...
Lesa meira »Öflugri dagskrá Taflfélags Reykjavíkur síðastliðið haust verður fylgt eftir af krafti á nýju ári. Þegar er hafið hið sögufræga Skákþing Reykjavíkur sem nú er haldið í 84. sinn. Meðal þátttakenda eru einn stórmeistari og fjórir alþjóðlegir meistarar en þegar þetta er skrifað er einungis tveimur umferðum af níu lokið svo snúið er að spá fyrir um framvindu mála. Skákþingið í ár er haldið ...
Lesa meira »Í gær, sunnudag, var Skákþing Reykjavíkur sett með pompi og prakt þegar fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga, Friðrik Ólafsson, lék fyrsta leikinn fyrir Óskar Long Einarsson sem hafði hvítt gegn stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni. Þetta Skákþing er það 84. í röðinni og er að þessu sinni haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni sem verður áttræður á meðan á mótinu stendur. Þess má til ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 4. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags ...
Lesa meira »Það var góð stemming á Jólahraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöldi. Tæplega 30 keppendur voru mættir til leiks og allir í fínu formi eftir jólaát undanfarinna daga. Baráttan stóð framan af milli stigahæstu keppendanna, en þó vakti vaskleg framganga “svíans” Guðmundar Sverris Þór (2051) og Kristófers Ómarssonar (1786) athygli. Oliver Aron Jóhannesson var þó greinilega í bestu formi ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið mánudaginn 29. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Jóhann Örn Ingvason. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira »Veglegt fréttablað Taflfélags Reykjavíkur fyrir árið 2014 er nú komið út, bæði á prentuðu formi og rafrænu formi (pdf). Á meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um Wow air Vormót TR, Stórmeistaramót TR 2013, Íslandsmót skákfélaga og hið öfluga æskulýðsstarf Taflfélagsins. Linkur á PDF form blaðsins: Fréttablað TR 2014
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 4. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags ...
Lesa meira »Í gærkvöldi fór fram sjöunda og síðasta umferðin í Vetrarmóti öðlinga. Spennan var mikil enda Magnús Pálmi Örnólfsson og Þorvarður Fannar Ólafsson efstir og jafnir fyrir umferðina með fimm vinninga, heilum vinning á undan næstu mönnum. Magnús tefldi við Vignir Bjarnason meðan Þorvarður mætti Kristjáni Halldórssyni. Báðar skákirnar voru jafnar lengi framan af og spennan magnaðist þegar á leið. Lengstu ...
Lesa meira »Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson urðu efstir og jafnir á opnu alþjóðlegu móti í San Salvador í gær en þeir hlutu sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. Báðir fóru þeir taplausir í gegnum mótið! Mótið var sterkt en meðal rúmlega 130 keppenda voru sex stórmeistarar og níu alþjóðlegir meistarar. Fyrir níundu og lokaumferðina var Guðmundur ...
Lesa meira »Laugardaginn 6. desember, var haldin síðasta skákæfingin á árinu 2014, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viðburður fyrir krakkana í TR, því þá er bæði hátíðleiki og leikur í gangi. Þetta er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir fá viðurkenningu fyrir ástundun og árangur. Jólaskákæfingin í gær var sameiginleg fyrir alla fjóra skákhópana ...
Lesa meira »Nú er bara að hlakka til Jólaskákæfingarinnar á laugardaginn kemur, 6. nóvember kl. 14. Þetta er sameiginleg jólaskákæfing fyrir alla skákhópana í TR! Byrjendahópurinn, stúlknahópurinn, afrekshópurinn, og krakkarnir sem sækja almennu kl. 14 æfingarnar mæta þá saman á þessa skemmtilegu æfingu. Líkt og síðustu ár þá ætlum við að hafa Fjölskylduskákmót þar sem krakkarnir keppa í 2. manna liðum með ...
Lesa meira »Árlegt Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur var haldið dagana 1.-2.desember síðastliðinn. Líkt og síðustu ár var mótið afar vel sótt, bæði af ungum skákmönnum sem og gestum. Alls tefldu 50 skáksveitir á mótinu sem er metþátttaka, en í fyrra var einnig sett þátttökumet þegar 44 skáksveitir öttu kappi. Mótið í fyrra heppnaðist frábærlega sem hefur vafalítið átt ...
Lesa meira »