Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Davíð með vinningsforskot í Haustmótinu

Davíð Kjartansson jók forskot sitt á toppi A-flokks í dag með sigri á alþjóðlega meistaranum Sævari Bjarnasyni. Á sama tíma varð Oliver að láta sér lynda jafntefli gegn Þorsteini Þorsteinssyni. Davíð hefur nú 5,5 vinning þegar tvær umferðir eru eftir, en Oliver er sem fyrr í 2.sæti heilum vinningi á eftir Davíð. Þorsteinn Þorsteinsson er jafn Oliver að vinningum með ...

Lesa meira »

7.umferð Haustmótsins fer fram í dag

Í dag hefst 7.umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Spennan á toppi A-flokks er óbærileg nú þegar lokasprettur mótsins er að hefjast. Davíð Kjartansson leiðir flokkinn með 4,5 vinning í 6 skákum. Í humátt á eftir honum kemur ungstirnið úr Grafarvoginum, Oliver Aron Jóhannesson, sem og gamla brýnið Þorsteinn Þorsteinsson, báðir með 4 vinninga. Svo skemmtilega vill til að þeir Oliver og ...

Lesa meira »

Mót 2 í Bikarsyrpunni hafið.

Í dag kl. 17.30  hófst annað mótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur.  33 keppendur taka þátt að þessu sinni og var hart barist í fyrstu umferð. Önnur umferð fer fram kl. 10.30 í fyrramálið. Úrslit og pörun annarar umferðar má finna hér: http://chess-results.com/tnr148092.aspx?lan=1&art=2&rd=1&wi=821

Lesa meira »

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið 2014

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu 2014 sem fram fór í skákhöll T.R. í gærkvöldi.  Það eru Vinaskákfélagið, Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn sem standa saman að mótinu, en það fór nú fram í 9. sinn. Þátttakan var mjög góð en alls tóku 54 keppendur þátt.  Það sem gerir mótið einkar skemmtilegt er að skákmenn á öllu getubili og ...

Lesa meira »

Annað mótið í Bikarsyrpu TR hefst föstudaginn 10.okt

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Annað mótið í syrpunni hefst föstudaginn 10. október og stendur til mánudagsins 13. október. Tefldar eru 5 umferðir ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir sigraði í lokaumferðinni

Heimsmeistaramóti ungmenna í Durban, S-Afríku, lauk í dag þegar ellefta og lokaumferðin fór fram.  Okkar maður, hinn ellefu ára Vignir Vatnar Stefánsson, sigraði skákmann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og lauk því keppni í 33.-44. sæti með 6 vinninga. Vignir hóf mótið af krafti og hafði 3,5 vinning eftir tvær sigurskákir í röð í fjórðu og fimmtu umferð.  Viðureign sjöttu umferðar ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir með jafntefli í dag

Vignir Vatnar Stefánsson gerði í dag jafntefli við stigalausan heimamann í tíundu og næstsíðustu umferð Heimsmeistaramóts ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku.  Í níundu umferð tapaði Vignir gegn Hvít-Rússa með 1762 Elo-stig.  Vignir er fyrir lokaumferðina, sem  hefst kl. 8 í fyrramálið, í 42.-60. sæti með 5 vinninga.  Á morgun hefur Vignir hvítt gegn skákmanni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Tap í 8. umferð – mikil spenna á toppnum

Vignir Vatnar Stefánsson beið í gær lægri hlut fyrir búlgarska skákmanninum Matey Petkov í áttundu umferð HM ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku. Vignir hefur 4,5 vinning og er í 33.-43. Sæti en fimm keppendur eru efstir með 6,5 vinning, þar af eru tveir Bandaríkjamenn. Fjórir keppendur hafa 6 vinninga og níu fylgja með 5,5 vinning. Níunda umferð hefst í dag ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir vann í 7. umferð – Awonder tapar enn

Sjöunda umferð á HM ungmenna í Durban, S-Afríku, fór fram í gær eftir frídag á miðvikudag. Vignir Vatnar Stefánsson stýrði svörtu mönnunum gegn S-Afríkumeistaranum, og þ.a.l. Fide meistaranum, Paul Gluckman en sá hefur 1702 Elo-stig. Tefld var Sikileyjarvörn og varð viðureignin aldrei spennandi því heimamaðurinn sá aldrei til sólar, varð snemma fyrir liðstapi og gafst upp skömmu síðar. Vignir hefur sýnt í mótinu ...

Lesa meira »

Davíð efstur á Haustmótinu

  Davíð Kjartansson leiðir A-flokk Haustmótsins eftir baráttusigur gegn Þorvarði Fannari Ólafssyni í 4.umferð. Davíð hefur 3,5 vinning en næstur er Oliver Aron Jóhannesson með 3 vinninga. 4.umferð reyndist umferð reynsluboltanna því bæði Gylfi Þórhallsson og Sævar Bjarnason unnu sínar skákir. Í B-flokki heldur Björn Hólm forystunni eftir jafntefli við Jón Úlfljótsson. Björn hefur nú 3 vinninga en í humátt ...

Lesa meira »

Mórinn 2014 – Stöður

Hér eru þær 6 stöður sem gefnar eru upp fyrir skemmtikvöld TR sem fer fram annað kvöld föstudaginn 26. september kl. 20.00 Nánar um fyrirkomulag og reglur mótsins https://taflfelag.is/?c=frettir&id=1459&lid=&pid=&option=

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir með 3,5 af 6

Í gær fóru fram tvær umferðir á HM ungmenna sem fram fer í Durban, S-Afríku, og reyndi því á okkar mann, Vigni Vatnar Stefánsson, líkt og hina tæplega eittþúsund keppendurnar.  Í fyrri umferðinni, þeirri fimmtu, hafði Vignir hvítt gegn norskum pilti með 1836 Elo-stig og vann Vignir góðan sigur eftir snarpa sókn eins og svo oft vill verða hjá kauða. ...

Lesa meira »

Skákir Haustmótsins 1-3.umferð

Allar skákir fyrstu þriggja umferða Haustmótsins í flokkum A-C eru nú aðgengilegar skákáhugamönnum: 1.umferð 2.umferð 3.umferð

Lesa meira »

Alexander Morozevich í TR!

Þá er komið að öðru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur!  Föstudagskvöldið 26. september fer fram þemamót þar sem tefldar verða stöður úr skákum Alexanders Morozevich.  Þær eru oft á tíðum alls ekki fyrir hjartveika, og íslenskir pósameistarar gætu þurft að endurskoða plön sín. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Tefldar verða stöður ...

Lesa meira »

Davíð, Þorvarður og Oliver efstir á Haustmótinu

Líkt og í fyrri umferðum Haustmótsins voru margar viðburðaríkar skákir tefldar í 3.umferð. Í A-flokki áttust við Davíð og Þorsteinn í magnaðri skák. Undir lokinn kom upp hvöss staða sem fáir áttuðu sig á og voru áhorfendur ekki á einu máli um hvor stóð betur. Reyndar var flækjustigið svo hátt að það væri með ólíkindum ef teflendur hefðu sjálfir áttað sig á öllum ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir aftur á beinu brautina

Ungstirnið Vignir Vatnar Stefánsson vann í dag öruggan sigur í fjórðu umferð Heimsmeistarmóts ungmenna og er nú í 25.-41. sæti með 2,5 vinning.  Þar með snéri Vignir blaðinu við eftir tap í þriðju umferð en í dag hafði hann svart gegn tékklenskum keppanda með 1806 Elo-stig.  Líkt og í annarri umferð beitti Vignir Vatnar Sikileyjarvörn gegn kóngspeðsbyrjun hvíts og úr ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Jafntefli og tap hjá Vigni

Í dag var fyrri dagurinn af tveimur þar sem tefldar eru tvær umferðir á HM ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku.  Fyrri andstæðingur Vignis var strákur frá Úkraínu og hefur sá 2280 Elo-stig.  Vignir, sem stýrði svörtu mönnunum, beitti Scheveningen afbrigði Sikileyjarvarnar gegn þeim úkraínska og jafnaði taflið auðveldlega.  Hvítur fékk ekkert út úr byrjuninni og eftir drottningaruppskipti hafði ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Sigur hjá Vigni í 1. umferð

Vignir Vatnar Stefánsson vann öruggan sigur í fyrstu umferð HM ungmenna sem fram fer í Durban, S-Afríku, dagana 20.-29. september.  Andstæðingur Vignis var stigalaus skákmaður frá Namibíu og var Vignir ekki í vandræðum með að klára viðureignina sem tók innan við tvær klukkustundir og aðeins 23 leiki.  Vignir tefldi hvasst með hvítu, saumaði að andstæðingnum á drottningarvæng og eftir nokkra ...

Lesa meira »