Davíð efstur á Haustmótinu



 

Davíð Kjartansson leiðir A-flokk Haustmótsins eftir baráttusigur gegn Þorvarði Fannari Ólafssyni í 4.umferð. Davíð hefur 3,5 vinning en næstur er Oliver Aron Jóhannesson með 3 vinninga. 4.umferð reyndist umferð reynsluboltanna því bæði Gylfi Þórhallsson og Sævar Bjarnason unnu sínar skákir.

Í B-flokki heldur Björn Hólm forystunni eftir jafntefli við Jón Úlfljótsson. Björn hefur nú 3 vinninga en í humátt á eftir honum koma þrír skákmenn, þeir Damia Benet Morant, Christopher Vogel og Ólafur Kjartansson, allir með 2,5 vinning.

 

 
Ekkert lát er á vasklegri framgöngu Bárðar Arnar Birkissonar í C-flokki. Bárður hefur fullt hús eftir sigur á Hauki Halldórssyni. Felix Steinþórsson fylgir honum eins og skugginn eftir sigur á Ragnari Árnasyni. Felix hefur 3,5 vinning.

 

Í D-flokki, opna flokknum, hefur Alex Cambray Orrason fullt hús en Ólafur Evert Úlfsson getur náð honum að vinningum með sigri gegn Róberti Luu, en skák þeirra var frestað. Það er þó ekki á vísan að róa hjá Ólafi því hinn ungi og efnilegi Róbert hefur teflt vel undanfarnar vikur.

 

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu má finna hér.

Skákir 4.umferðar eru aðgengilegar hér.

5.umferð Haustmótsins fer fram næstkomandi sunnudag og hefst hún klukkan 14. Allir velkomnir!