HM ungmenna: Vignir með jafntefli í dagVignir Vatnar Stefánsson gerði í dag jafntefli við stigalausan heimamann í tíundu og næstsíðustu umferð Heimsmeistaramóts ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku.  Í níundu umferð tapaði Vignir gegn Hvít-Rússa með 1762 Elo-stig.  Vignir er fyrir lokaumferðina, sem  hefst kl. 8 í fyrramálið, í 42.-60. sæti með 5 vinninga.  Á morgun hefur Vignir hvítt gegn skákmanni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sá hefur 1624 Elo-stig.

Efstur með 8 vinninga er Bandaríkjamaðurinn David T. Peng en hann var númer 21 í stigaröð keppenda við upphaf móts.  Sex keppendur koma næstir með 7,5 vinning og fimm fylgja í kjölfarið með 7 vinninga.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins
  • Beinar útsendingar(mótssíða)
  • Beinar útsendingar (Chessdom)