Vetrardagskrá Taflfélags Reykjavíkur 2015 – 2016



Taflfélag Reykjavíkur býður líkt og áður upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá þetta starfsárið.  Fjöldi móta og skákæfinga hefur aldrei verið meiri en ár.  Á dagskrá félagsins eru 40 skákviðburðir og um 200 skákæfingar fyrir börn og unglinga.

Vetrarstarf félagsins hefst formlega á morgun, föstudaginn 14. ágúst þegar Borgarskákmótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og á sunnudaginn fer fram hið stórskemmtilega stórmót Árbæjarsafns og TR á Kornloftinu. Meðal annara viðburða má nefna Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem nú verður haldið í 82. sinn.  Bikarsyrpa félagsins sem sló rækilega í gegn í fyrra mun nú samanstanda af sex mótum í stað fjögurra.  Nýtt mót hefur göngu sína í október, U-2000 mót TR og er það við hæfi á 115 ára afmæli félagsins, en mót með svipuðu var síðast haldið fyrir 10 árum árið 2005.  Skemmtikvöldin verða á sínum stað og verða nú haldin einu sinni í mánuði yfir allan veturinn.

Taflfélagið á gott samstarf við ýmis önnur skákfélög og svið Borgarinnar um mótahald.  Þar má nefna fyrrnefnt Borgarskákmót sem haldið er í samstarfi við Borgina og Skákfélagið Huginn, Alþjóðlega Geðheilbrigðismótið í október í samstarfi við Vinaskákfélagið og Hrókinn, Æskan og ellin í samstarfi við Riddarann, félag eldri borgara, Einar Ben mótið og MS mót Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu í samstarfi við Hrókinn og síðast en ekki síst Jólaskákmót TR og SFR í samstarfi við Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sem er fjölmennasta barna og unglingamót landsins.

Eftir áramót hefst samkvæmt venju Skákþing Reykjavíkur sem er elsta skákmót landsins og þótt víðar væri leitað en það hefur verið haldið samfleytt í 85 ár!  Hin geysivinsæla Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus verður á sínum stað sem og Skákmót Öðlinga og Wow air stórmótið svo fátt eitt sé nefnt.

Á dagskrá félagsins eru 40 viðburðir eins og áður kom fram og alls verður teflt á mótum í 84 daga í Skákhöll félagsins í Faxafeni.  Allir eru ætíð velkomnir á hin fjölmörgu skákmót hvort sem er til að taka þátt eða þá til að fylgjast með skemmtilegri taflmennsku um leið og menn drekka í sig þá einstöku stemmingu sem ætíð ríkir í Skákhöllinni okkar.

Motaaetlun_TR_2015_2016

Skákæfingar barna og unglinga er ekki síður stór þáttur í starfssemi félagsins.  Í áratugi hefur Taflfélag Reykjavíkur haldið metnaðarfullar skákæfingar fyrir börn og unglinga. Laugardagsæfingarnar eru fyrir löngu orðnar rótgróinn partur af starfi félagsins og flestum skákiðkendum landsins vel kunnar. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar stunduðu æfingarnar hjá félaginu á sínum yngri árum.

Þjálfun og kennsla á laugardagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna og er aðgangur ókeypis. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka beinan þátt strax.

Taflfélag Reykjavíkur heldur um 200 skákæfingar á þessu starfsári fyrir börn og unglinga og ber höfuð og herðar yfir önnur félög á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fjölda iðkenda og fjölda æfinga.

Almennar æfingar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann og hefjast 29. ágúst.

Skakaefingar_2015_2016

Umsjón með æfingunum er í höndum Sigurlaugar R. Friðþjófsdóttur, Torfa Leóssonar, Kjartans Maack og Björns Jónssonar.

Þess má geta að Taflfélag Reykjavíkur hafði algjöra yfirburði á Íslandsmóti unglingasveita á síðasta ári og sigraði í öllum flokkum.  A lið félagsins varð Íslandsmeistari, og B, C, D, E, og F sveitir félagsins unnu sína flokka.

Afrekshópur barna og unglinga hjá Taflfélagi Reykjavíkur æfir tvisvar í viku allan veturinn á laugardögum og fimmtudögum. Þessar æfingar eru fyrir þá krakka sem lengra eru komnir og eru í umsjá Torfa Leóssonar og Daða Ómarssonar.

Þá styrkir félagið marga af sínum efnilegustu krökkum og unglingum til þátttöku á mótum erlendis og á Reykjavíkurskákmótið.

 

Hér á eftir fara þeir viðburðir sem Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir fram að áramótum.  Við vonumst til að sjá sem flesta skákmenn og skákáhugamenn á viðburðum félagsins.  Félagsheimili TR er og verður ætíð miðdepillinn í skákstarfi höfuðborgarsvæðisins og allir eru ætíð velkomnir á viðburði félagsins.

 

Borgarskakmotid

Number_01Borgarskákmótið fer fram 14. ágúst kl. 16.00 í 30. sinn. Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir héldu mótið saman frá 1993 en það var fyrst haldið á 200 ára afmæli Reykjavíkur 1986.
Nú er það Skákfélagið Huginn sem heldur mótið með TR. Mótið hefur í mörg ár farið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tefldar eru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Í fyrra sigraði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.

 

2_Arbaejarmotid

Number_02Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns markar oftast upphafið á skákvertíðinni en er nú haldið sunnudaginn 16. ágúst, rétt á eftir Borgarskákmótinu. Þetta verður í ellefta sinn sem mótið fer fram og byrjar kl. 14. Tímamörk eru 7 mínútur og tefldar eru 7 umferðir.
Fimm keppendur urðu efstir og jafnir í fyrra með 5 og hálfan vinning af 7 mögulegum, gamli fléttumeistarinn Gylfi Þórhallsson, Ísfirðingurinn knái Guðmundur Gíslason og TR-ingarnir Jón Viktor Gunnarsson, Þorvarður Fannar Ólafsson og Daði Ómarsson.

 

3_skemmtikvold1

Number_03Fyrsta Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur af tíu þetta starfsárið fer fram 28. ágúst. Þá verður keppt í fyrsta sinn í “King of the hill” skák!
Skemmtikvöldin eru frábær skemmtun og gleðin við völd þótt oft sé barist hart á reitunum 64.

 

4_Bikarsyrpan1

Number_04Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur sem hóf göngu sína í fyrra vakti stormandi lukku. Syrpansamanstendur í ár af sex kappskákmótum og er ætluð börnum undir 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að ná í alþjóðleg skákstig á mótum sem sérhönnuð eru fyrir þau.
Fyrsta mótið í syrpunni hefst 4. september og stendur til sunnudagsins 6. september. Tefldar eru 5 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sek á leik.

 

5_haustmotid

Number_05Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst 13. september. Mótið er annað af elstu skákmótum landsins og hefur verið haldið samfleytt í yfir áttatíu ár!
Mótið hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt af aðalmótum vetrarins og er jafnan mjög vel sótt af skákmönnum á öllum aldri. Mótið er níu umferðir og teflt er tvisvar í viku, sunnudögum og miðvikudögum.
Davíð Kjartansson sigraði mótið 2014 með 7,5 vinninga af 9 og skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur varð Þorvarður Fannar Ólafsson.

 

6_skemmtikvold2

Number_06Annað Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur fer fram 18. september. Þá fer fram hvorki meira né minna en Íslandsmót taflfélaga í Fischer Random!  Taflfélag Reykjavíkur sigraði mótið í fyrra og er því núverandi Íslandsmeistari í Fischer Random.

 

7_AlthjodlegaGedheilb

Number_07Alþjóðlega geðheilbrigðismótið 2015. Það eru Vinaskákfélagið, Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Hrókurinn sem standa saman að mótinu, en það fór nú fram í 10. sinn.
Mótið fer fram 8. október og verður án efa jafnvel mannað og undanfarin ár. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigraði í fyrra með 6,5 vinninga af sjö mögulegum.

 

8_Hradskakmot_TR

Number_08Hraðskákmót Taflfélags Reykavíkur fer fram 18. október og venju samkvæmt fer þá einnig
fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélagsins.
Hraðskákmótið er jafnan vel mannað og í fyrra sigraði Róbert Lagerman með 12 vinninga.

 

9_Aeskan_og_ellin

Number_09Æskan og ellin er eitt af alskemmtilegustu skákmótum vetrarins og fer fram 24. október.
Taflfélag Reykjavíkur og Riddarinn, taflfélag eldri borgara halda saman mótið með dyggri aðstoð Taflfélags Garðabæjar. Þáttökurétt á þessu hraðskákmóti hafa eingöngu börn , unglingar og eldri borgarar eins og nafnið ber með sér. Mótið er eitt af fjölmennustu mótum hvers árs.
Bragi Halldórsson sigraði í fyrra með 7.5 vinninga af 9 mögulegum og var það annað árið í röð sem hann bar sigur úr bítum.

 

10_Ung_Stulk_TR

Number_10Tefldar eru 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma í Unglinga og stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur. Krakkar úr barna og unglingastarfi félagsins fjölmenna jafnan á þetta skemmtilega mót en það er öllum opið. Unglingameistari félagsins er Vignir Vatnar Stefánsson en hann hefur unnið mótið með fullu húsi undanfarin tvö ár. Stúlknameistari félagsins er hin kornunga Freyja Birkisdóttir. Mótið verður haldið 25. október.

 

11_2000

Number_11U-2000 mót Taflfélags Reykavíkur er nýung í þéttu mótahaldi félagsins þetta árið. Í tilefni af 115 ára afmæli félagsins verður mótið nú endurvakið, en það var síðast haldið fyrir 10 árum árið 2005. Tefldar verða sjö umferðir með 90 mínútum +30 sek á leik og keppnisrétt hafa allir skákmenn með minna en 2000 Elo skákstig.
Mótið kemur í stað Vetrarmóts öðlinga. Mótið hefst 28. október og teflt er á miðvikudagskvöldum.

 

12_Skemmtikvold3

Number_12Þriðja Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur fer fram 30. október. Tilhögun á keppni kvöldsins verður ákveðin þegar nær dregur.
Skemmtikvöldin eru frábær skemmtun og gleðin við völd þótt oft sé barist hart á reitunum 64.

 

13_EinarBen

Number_13Afmælismót Einar Ben var eitt best heppnaða skákmótið í fyrra og verður nú haldið í annað sinn. Það fer fram á veitingastaðnum Einar Ben sem er mótshaldari ásamt Taflfélagi Reykjavíkur og Hróknum. Þjóðskáldið Einar Benediktsson fæddist 31. október 1864 og lést árið 1940. Hann var ástríðufullur skákmaður og meðal stofnenda Taflfélags Reykjavíkur um aldamótin 1900. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram 31. október. Stórmeistarinn Helgi Ólafsson sigraði á mótinu í fyrra með 6 vinninga.

 

14_Bikarsyrpan2

Number_14Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Sjötta nóvember er komið að öðru mótinu í bikarsyrpunni. Reynslunni ríkari eftir fyrsta mótið verður eflaust hart barist hjá ungviðinu í móti tvö. Fyrsta umferð fer fram á föstudegi, tvær á laugardegi og lokaumferðirnar tvær á sunnudeginum 8. nóvember. Umhugsunartími verður líkt og í fyrsta mótinu 30 mín + 30 sek á leik, og mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

 

15_MS_Jonas_Hallgrimsson

Number_15Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, mánudaginn 16. nóvember kl. 16. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mótið er fyrir börn á grunnskólaaldri og tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Símon Þórhallsson sigraði mótið í fyrra með fullu húsi vinninga.

 

16_Skemmtikvold4

Number_16Fjórða Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur fer fram 30. október. Tilhögun á keppni kvöldsins verður ákveðin þegar nær dregur.
Skemmtikvöldin eru frábær skemmtun og gleðin við völd þótt oft sé barist hart á reitunum 64.

 

17_Jolaskakmot_TR_SFR

Number_17Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og SFR er fjölmennasta barnaskákmót hvers árs. Fjögurra manna sveitir úr skólum borgarinnar keppa þá í tveimur flokkum. Yfir tvöhundruð börn og unglingar tóku þátt í mótinu 2014 sem var nýtt met. Mótið fer fram 29. og 30. nóvember.
Í fyrra sigruðu sveitir frá Rimaskóla og Laugarlækjaskóla í yngri og eldri flokk.

 

18_Bikarsyrpan3

Number_18Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Fjórða desember er komið að þriðja mótinu í bikarsyrpunni.
Fyrsta umferð fer fram á föstudegi, tvær á laugardegi og lokaumferðirnar tvær á sunnudeginum 6. desember.
Umhugsunartími verður líkt og áður 30 mín + 30 sek á leik, og mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

 

19_jolaskakaefing_TR

Number_19Jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur er einn af skemmtilegustu viðburðum félagsins.
Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrir ástundun og árangur á barna og unglingaæfingum haustsins auk þess sem fram fer liðakeppni nemenda og aðstandenda.  Jólaskákæfingin fer fram 12. desember.

 

20_Skemmtikvold5

Number_20Fimmta Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur fer fram 30. október. Tilhögun á keppni kvöldsins verður ákveðin þegar nær dregur, en veitt verða sérstök verðlaun fyrir jólalegasta klæðnaðinn!
Skemmtikvöldin eru frábær skemmtun og gleðin við völd þótt oft sé barist hart á reitunum 64.

 

21_Jolaskakmot_TR

Number_21Jólaskákmót TR fer fram 29. desember. Tefldar verða að venju fjórtán hraðskákir með 5 mínútur á klukkunni. Í fyrra sigraði Oliver Aron Jóhannesson með nokkrum yfirburðum en hann hlaut 12.5 vinninga úr skákunum 14.

 

Með skákkveðju,

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur