TB sigruðu TRuxva í spennandi viðureign!



Unglingasveit TR tapaði með allra minnsta mun í ótrúlega spennandi viðureign við TB í hraðskákkeppni taflfélaga.

photo (18)

TRuxva vantaði Hilmi og Bolvíkinga vantaði ýmsa sterka skákmenn en úr varð mjög jöfn keppni. Vignir var öflugur og landaði 8 vinningum af 12, Bárður 7 af 12, Björn og Gauti 6 af 12, Aron 7 af 11 og Veronika 2 af 11. Varamaðurinn Róbert Luu tapaði sínum tveimur.

TR-ingar voru yfir 21-15 í fyrri hálfleik en töpuðu illa 5-1 í fyrstu umferð seinni hálfleiks. Eftir það enduðu þrjár viðureignir 3-3 og tvær 3 1/2 – 2 1/2 TR í vil. Sem þýddi bara eitt! Bráðabani! Það endaði 3 1/2 – 2 1/2 fyrir TB sem var mjög súrt fyrir TRuxvamenn eftir svona öflugan fyrrihálfleik!

Jóhann Hjartarson var bestur hjá TB. Hann hafði nokkrum dögum áður fengið 8 vinninga af 8 þegar Gullaldarliðið og Ólympíuliðið mættust á menningarnótt. En í kvöld leifði hann sér eitt jafntefli á móti undirrituðum í stórskemmtilegri skák!

Þarna var að finna skemmtilega blöndu af klikkuðum gambítum, grjóthörðum pósa, tímahraki og ólöglegum leikjum. Unglingasveit TR mætir enn sterkari á næsta ári og stefnan sett á undanúrslit en við vorum grátlega nálægt því í ár!

Á morgun mætast TR og Huginn. Teflt verður í Feninu og keppnin hefst 20:00. Mætum og fylgjumst með flestum bestu skákmönnum landsins að tafli!

Gauti Páll Jónsson