Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Bragi efstur á Haustmótinu

HTR_2015_R4-29

Þegar fjórum umferðum er lokið á Haustmóti TR leiðir alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2414) með 3,5 vinning en hann sigraði kollega sinn, Sævar Bjarnason (2108), í gærkvöld þegar fjórða umferð fór fram.  Oliver Aron Jóhannesson (2198) gerði jafntefli við Björgvin Víglundsson (2169) og er í öðru sæti með 3 vinninga.  Benedikt Jónasson (2230) og Örn Leó Jóhannsson (2123) koma næstir ...

Lesa meira »

Hörð rimma um Íslandsmeistaratitilinn

Taflfelag

Að loknum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga er lið Taflfélags Reykjavíkur í öðru sæti, hálfum vinningi á eftir liði Hugins.  B-lið félagsins á í harðri fallbaráttu og vermir botnsætin ásamt KR-ingum og B-liði Akureyringa.  C-lið TR-inga skipar annað sætið í annari deild og í þriðju deild er D-liðið í 4. sæti en E-liðið er í botnbaráttu að þessu sinni.  Tvö glæsileg ...

Lesa meira »

Oliver efstur á Haustmótinu

HTR_2015_R1-9

Í gærkvöldi var tefld 3.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Annir skákmanna voru miklar þennan sunnudaginn og voru frestaðar skákir óvenju margar. Þeir skákmenn sem settust að tafli í Faxafeninu í dag áttu ekki síður annríkt því margar skákirnar voru æsispennandi og flækjustig æði hátt. Í opnum flokki áttu þeir stigahærri í mesta basli með þá stigalægri. Björn Magnússon, sem fyrir umferðina ...

Lesa meira »

Skákir Haustmótsins

Pos2

Skákir fyrstu umferðar Haustmóts TR má nálgast hér að neðan. A-flokkur B-flokkur C-flokkur

Lesa meira »

Haustmótið hafið

HTR_2015_R1-1

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudaginn en mótið er hið 82. í röðinni.  Keppendur eru 49 talsins og er keppt í þremur tíu manna lokuðum flokkum ásamt opnum flokki þar sem 19 keppendur, flestir af yngri kynslóðinni, leiða saman hesta sína. Í A-flokki er alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2414) stigahæstur keppenda en Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson (2392) er ekki ...

Lesa meira »

Haustmótið hefst á morgun – Frestur til að skrá sig í lokaðan flokk rennur út í dag

HTR_2014_R23-46

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á sunnudaginn

htr14

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Róbert Luu sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar!

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016_r5-4

Fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fóru fram lokaumferðirnar tvær. Stigahæstu keppendurnir þeir Aron Þór Mai (1502) og Róbert Luu (1490) tóku snemma forystu og mættust svo báðir með fullt hús í fjórðu umferðinni sem fram fór í morgun.  Þeirri skák lauk með jafntefli og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í lokaumferðinni ...

Lesa meira »

Bikarsyrpan hefst á föstudag

IMG_6905

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur fer nú af stað annað árið í röð eftir góðar móttökur í fyrra. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru ...

Lesa meira »

TB sigruðu TRuxva í spennandi viðureign!

photo (18)

Unglingasveit TR tapaði með allra minnsta mun í ótrúlega spennandi viðureign við TB í hraðskákkeppni taflfélaga. TRuxva vantaði Hilmi og Bolvíkinga vantaði ýmsa sterka skákmenn en úr varð mjög jöfn keppni. Vignir var öflugur og landaði 8 vinningum af 12, Bárður 7 af 12, Björn og Gauti 6 af 12, Aron 7 af 11 og Veronika 2 af 11. Varamaðurinn Róbert ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst sunnudaginn 13. september

HTR_2014_R23-46

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...

Lesa meira »

Fyrsta skemmtikvöld vetrarins á föstudag!

Feature_Image_KingoftheHill

  Fyrsta skemmtikvöldið af tíu í þéttri vetrardagskrá Taflfélagsins fer fram næstkomandi föstudagskvöld og byrjar fjörið klukkan 20.00  Það verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í byrjun heldur er Íslandsmeistaratitillinn í King of the hill undir! King of the hill er bráðskemmtilegt tilbrigði við hefðbundna skák: Allar skákreglur Fide gilda. Sérstaklega að leikur er löglegur þá ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson með lokaáfangann að stórmeistaratitli!

Skemmtikvöld_28_4_2014_FischerRandom-46

Guðmundur Kjartansson úr TR náði í dag lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli á alþjóðlegu móti í Litháen með sigri í áttundu og næstsíðustu umferð.  Gummi er búinn að standa sig gríðarlega vel á mótinu og er langefstur með 6 1/2 vinning, heilum vinning á undan næstu mönnum. Guðmundur hefur sýnt ótrúlega elju og ástundun  við skákborðið á undanförnum árum og enginn ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Arbaejarsafnsmotid_2015-2

Stórmót Árbæjarsafns og TR fór fram í kornhlöðunni í Árbæjarsafni í gær.  Þátttakan var heldur minni en undanfarin ár og kann að skýrast af því að mótið fór nú fram tveimur dögum á eftir Borgarskákmótinu.  Það var þó vel skipað og tveir af verðlaunahöfum Borgarskákmótsins voru mættir til leiks, Fide meistararnir Davíð Kjartansson og Róbert Lagerman. Davíð Kjartansson sem hafnaði í ...

Lesa meira »

Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Borgarskákmótinu

Borgarskakm_2015-54

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi fyrir Malbikunarstöðina Höfða sigraði á 28. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.  Hann sigraði alla andstæðinga sína og kom í mark með 7 vinninga.  Jón Viktor sigraði einnig á mótinu í fyrra. Formaður borgarráðs og staðgengill Borgarstjóra Sigurður Björn Blöndal setti mótið, og hafði á orði að síðasta skák sem hann ...

Lesa meira »

Vetrardagskrá Taflfélags Reykjavíkur 2015 – 2016

StarfsaaetlunTR_2015-16

Taflfélag Reykjavíkur býður líkt og áður upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá þetta starfsárið.  Fjöldi móta og skákæfinga hefur aldrei verið meiri en ár.  Á dagskrá félagsins eru 40 skákviðburðir og um 200 skákæfingar fyrir börn og unglinga. Vetrarstarf félagsins hefst formlega á morgun, föstudaginn 14. ágúst þegar Borgarskákmótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og á sunnudaginn fer fram hið ...

Lesa meira »

Unglingalið TR sigraði Kvennalandsliðið!

16_lida_urslit-1

Tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga fóru fram í skákhöll TR í gærkvöldi. Í forkeppni um sæti í 16. liða úrslitum mættust Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur (Truxvi) og Kvennalandsliðið. Fyrirfram var búist við jafnri keppni og sú varð líka raunin. Sveit Truxvi leiddi Hilmir Freyr Heimisson sem nýverið gékk til liðs við TR úr Hugin, en með honum í sveit að þessu ...

Lesa meira »

Stórmót TR og Árbæjarsafns fer fram í dag!

Arbæjarsafnsmotid_2015

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fer fram í ellefta sinn sunnudaginn 16. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Þátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ...

Lesa meira »

Bragi Þorfinnsson til liðs við Taflfélag Reykjavíkur

bragi_thorfinnsson_i_upphafi_skakarinnar_i_dag

Alþjóðlegi skákmeistarinn  Bragi Þorfinnsson er genginn í raðir Taflfélags Reykjavíkur.  Hann kemur úr Taflfélagi Bolungarvíkur þar sem hann hefur alið manninn síðan 2008 og varð íslandsmeistari með félaginu í fjórgang árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Bragi stimplaði sig rækilega inn er hann varð Ólympíumeistari með U16 landsliði Íslands árið 1995. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 2003.  Bragi var meðal ...

Lesa meira »