Uncategorized

Úkraínskur sigur á Þriðjudagsmóti

AndreyPrudnikovogKristo

Hinn geðþekki Úkraínumaður Andrey Prudnikov hafði sigur á fyrsta Þriðjudagsmóti júnímánaðar og sat í toppsætinu frá fyrstu umferð til hinnar síðustu. Í lokaumferðinni náði loks Sigurbjörn Hermannsson að hafa af honum ½ vinning en sigurinn á mótinu næsta öruggur, eftir sem áður. Í 2. – 4. sæti urðu síðan Kristófer Orri Guðmundsson, Roberto Eduardo Osario Ferrer og Sigurbjörn Hermannsson en ...

Lesa meira »

Mótaáætlun TR júlí til desember 2023

3.11.22_thridjudags

Mótáætlun TR júlí til desember 2023. Birt með fyrirvara um breytingar. Bætt verður við bikarsyrpum þegar nær dregur og mögulega einhverjum helgarmótum. Einnig eru skákmót öll þriðjudagskvöld í TR klukkan 19:30 nema þegar önnur mót eru á þriðjudagskvöldum samkvæmt mótaáætlun. Hægt er að smella á “mótaáætlun” hér á borðanum efst á síðunni eða smella hér: Mótaáætlun TR júlí til desember ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr efstur á Boðsmóti T.R. – 5. móti í BRIM mótaröðinni

345106567_641068031246471_7787960832088861433_n (1)

Formaður TR (t.h.) afhendir Hilmi hinn fornfræga farandbikar Boðsmótsins sem var fyrst haldið 1968. Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson varð efstur á Boðsmóti T.R. sem lauk í dag 4. júní. Boðsmótið  var jafnframt fimmta og næstsíðasta mótið í BRIM mótaröðinni en mótaröðinni var slegið á frest þegar heimsfaraldurinn skall á landsmönnum. Hilmir hlaut 6 vinn. af sjö, tapaði einni skák ...

Lesa meira »

Hadi efstur á Þriðjudagsmóti 30. maí

350698916_924052765342275_2737143282959659418_n

Hadi Resaei Heris varð hlutskarpastur á þriðjudagsmóti T.R. sem fram fór 30. maí. Hann hlaut 4½ vinn. í fimm skákum, leyfði eitt jafntefli við útvarpsmanninn góðkunna og frambjóðanda til forseta S.Í., Kristján Örn Elíasson, sem varð annar með 4 vinn. Þriðji varð síðan Kristófer Orri Guðmundsson, einnig með 4 vinn. en lægri á oddastigum. Bestum árangri miðað við eigin stig náði ...

Lesa meira »

Sigrún Andrewsdóttir fyrrverandi formaður T.R. látin

280817342_2661029777363069_1128555866468403279_n

Sigrún Andrewsdóttir, fyrrverandi formaður T.R. er látin á 83. aldursári. Sigrún var fyrsti kvenformaður T.R en hún var formaður 1985-86. Eiginmaður hennar var Grétar Áss Sigurðsson, sem einnig var formaður T.R. árin 1957-58. Börn þeirra heiðurshjóna lögðu öll fyrir sig skáklistina en þau eru Sigurður Áss, Andri Áss, Guðfríður Lilja og Helgi Áss stórmeistari í skák. Á myndinni sem fylgir ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – Fimmta mót BRIM mótaraðarinnar fer fram 2.-4. júní!

brim

Fimmta mót Brim mótaraðarinnar 2020-2023 verður haldið helgina 2.-4. júní næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Mótið verður að þessu sinni hluti af Boðsmóti TR. Mótið er opið öllum. Fyrirkomulag mótsins: Föstudagurinn 2. júní klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Sunnudagurinn ...

Lesa meira »

Meistaramót TRUXVA fer fram 29. maí!

truxvi2

Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 29. maí, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í sjöunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. Mótið fer nú fram annan í hvítasunnu eins og hefð er fyrir. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. ...

Lesa meira »

Gleði á lokaæfingu byrjendaflokks

byrjendaflokkur_vor_23

Í gær var síðasta æfing byrjendaflokks TR fyrir sumarfrí og við söfnuðumst saman til að tefla, leysa þrautir og æfa mátin í eitt skipti í viðbót. Gleðin og einbeitingin skein úr augum allra þessara áhugasömu krakka sem hafa lagt hart að sér við æfingar í vetur. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestu mætingar vetursins. Þau fengu: Gull: James Han Dong ...

Lesa meira »

Ekkert sumarhlé á Þriðjudagsmótum TR

rvkmotgrsksv-620x330

Þriðjudagsmótin fara aldrei í frí, nema það sé tekið sérstaklega fram. Sem er gert afar sjaldan, því þau taka nánast aldrei frí! Í byrjun júní verður sumaráætlun TR birt en búast má við Viðeyjarmótinu, Borgarskákmótinu og Árbæjarsafnsmótinu á sínum stað. Nánar um Þriðjudagsmót: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern ...

Lesa meira »

Góð þátttaka á Reykjavíkurmóti grunnskóla

IMG_5829

Góð þátttaka var á Reykjavikurmóti grunnskóla sem fram fór 17. og 18. apríl sl. en alls tóku þátt 48 sveitir frá grunnskólum í Reykjavík. Þátttakan hefur tekið við sér eftir að heimsfaraldri lauk og virðist skákkennsla í grunnskólum vera að taka við sér að nýju. Engu að síður vantar sveitir frá fjölmörgum grunnskólum og er verk að vinna þar. Sem ...

Lesa meira »

Lenka tvöfaldur sigurvegari á Öðlingamótunum

IMG_5681

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Öðlingamótunum sem lauk í síðasta mánuði. Hún varð efst í aðalmótinu með 6 vinn. af sjö mögulegum, gerði eitt jafntefli við stigahæsta skákmann mótsins, Davíð Kjartansson og tók eina yfirsetu. Þá vann hún Hraðskákmót öðlinga sem fór fram að loknu aðalmótinu með fullu húsi, 7 vinn. af 7 ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa V 22-23 (12-14 maí)

IMG_3365

Helgina (12-14 maí) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fimmta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita 17. og 18. apríl!

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 17. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 18. apríl. Tefldar verða 7 ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga 2023 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl

logo-2

Hraðskákmót öðlinga 2022 fer fram nk. miðvikudag, 5. apríl, og hefst taflmennskan kl. 19.30. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1983 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 5+3 umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 1,000 fyrir þá sem tóku ekki þátt í ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa IV 22-23 (14-16 apríl)

330498456_769387127459320_1402969737071175466_n

Helgina (14-16 apríl) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2022-23. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR 8. apríl!

paskaegg

Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 8. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur. 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR, og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is og ...

Lesa meira »

Metþátttaka á Reykjavíkurmóti. Iðunn og Jósef Reykjavíkurmeistarar. Sigurður Páll sigurvegari

dsmot_tr_2023_21

Það voru 88 börn og unglingar er mættu til leiks á Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, sem haldið var í skákhöllinni í Faxafeni í dag, og margbættu þar með fyrra þátttökumet mótsins. Þetta voru og að engu leyti hinir brjáluðu 88, sem um er fjallað í bandarískri kvikmynd er fyllir tugi tvenna í ár og fjallar um niðurlag Vilhjálms nokkurs, en ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. mars

UnglingaOgStulknameistarmotReykjavikur

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12 og hefst kl.13. Þátttaka er ókeypis.   Skráningu lýkur kl. 16 laugardaginn 25. mars.    Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2007 eða síðar   Teflt verður með dálítið breyttu fyrirkomulagi frá fyrri árum:   Aðalkeppnin fer fram í einum ...

Lesa meira »

Torfi Leósson hafði sigur á Þriðjudagsmóti

Torfi og Kristó 14 feb sk

Þrír stigahæstu þátttakendur Þriðjudagsmótsins 14. febrúar voru fljótir að raða sér á efri borð á næstfjölmennasta móti ársins til þessa. Ekki fór þó allt alveg eftir bókinni þaðan í frá og má þar fyrst nefna að Logi Rúnar Jónsson setti aðeins strik í reikning Torfa Leóssonar með því að gera við hann jafntefli í þriðju umferð og Kristófer Orri Guðmundsson ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í dag

rvkmotgrsksv-620x330

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1983 og fyr) hefst miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætist við korter. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Davíð Kjartansson. Athugið að lokaumferðin fer fram á mánudegi því Reykjavík Open hefst ...

Lesa meira »