Kristján Örn Elíasson (1982) stefnir hraðbyri að 2000 stiga múrnum en hann sigraði barnalækninn geðþekka, Ólaf Gísla Jónsson (1899), í áttundu og næstsíðustu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í kvöld. Af tíu þátttakendum frá Taflfélagi Reykjavíkur er hann efstur með 5,5 vinning í 5.-9. sæti. Það kemur ekki á óvart að Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) er efstur fyrir ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Sigurður Páll snýr aftur í T.R.
Sigurður Páll Steindórsson (2216) hefur snúið til baka í Taflfélag Reykjavíkur en hann hefur að undanförnu alið manninn í skákdeild KR. Stjórn T.R. fagnar endurkomu Sigurðar Páls, sem var lengi búinn að vera TR-ingur áður en hann flutti sig um set. Endurkoma hans mun styrkja félagið mikið í komandi baráttu um Íslandsmeistaratitil Skákfélaga. Einnig er hinn aldni höfðingi og þúsundþjalasmiður, ...
Lesa meira »Guðmundur gerði jafntefli í 4. umferð landsliðsflokks
Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), gerði jafntefli við Bolvíkinginn, Magnús P. Örnólfsson (2214), í fjórðu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í gær en teflt er í Bolungarvík. Guðmundur stýrði svörtu mönnunum og var ítalski leikurinn tefldur. Guðmundur átti nokkuð í vök að verjast mest alla skákina og í raun var hann stálheppinn að tapa ekki því í endataflinu ...
Lesa meira »Sævar, Hjörvar og Jorge efstir í áskorendaflokki
Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason (2171), Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) og Jorge Fonseca (2009) eru efstir og jafnir með 5 vinninga að lokinni sjöttu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem lauk rétt í þessu. Hjörvar sigraði TR-inginn, Eirík K. Björnsson (2034), Sævar lagði hinn mjög svo hárfagra TR-ing, Kristján Örn Elíasson (1982) og Jorge vann Akurnesinginn, Magnús Magnússon (2055). Af öðrum úrslitum ...
Lesa meira »Guðmundur með 0,5 af 3 í landsliðsflokki
Þriðju umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands var rétt í þessu að ljúka. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), gerði jafntefli við Fide meistarann, Sigurbjörn Björnsson (2287), en í annari umferð tapaði Guðmundur fyrir alþjóðlega meistaranum, Jóni Viktori Gunnarssyni (2462), eftir að hafa leikið af sér heilum hrók. Guðmundur er í 10.-11. sæti með 0,5 vinning en stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2473), er efstur ...
Lesa meira »Daði gerði jafntefli í 4. umferð EM ungmenna
Daði Ómarsson (2091) heldur áfram að ná góðum árangri gegn sér stigahærri andstæðingum því í fjórðu umferð á EM ungmenna sem fram fór í dag gerði hann jafntefli við þýska skákmanninn, Felix Graf (2240). Daði hefur nú 2 vinninga en í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 13, hefur hann hvítt gegn Ítalanum, Alberto Pomaro (2284). Eftir fjórar umferðir ...
Lesa meira »Sigur hjá Daða í 3. umferð EM ungmenna
Daði Ómarsson (2091) sigraði Ítalann, Giacchetti Lorenzo (1818), í þriðju umferðEM ungmenna sem fram fór í dag. Daði, sem teflir í flokki drengja 18 ára og yngri, hefur 1,5 vinning. Í fjórðu umferð sem fer fram á morgun kl. 13 mætir Daði þýska skákmanninum, Felix Graf (2240). Heimasíða mótsins Chess-Results
Lesa meira »Fjórir skákmenn efstir í áskorendaflokki
Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), Magnús Magnússon (2055), AM Sævar Bjarnason (2171) og Þorvarður F. Ólafsson (2211) eru efstir og jafnir með 3,5 vinning að lokinni fjórðu umferð í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem fram fór í gær. Hjörvar og Sævar gerðu jafntefli sem og Fide meistarinn, Þorsteinn Þorsteinsson (2286), og Magnús. Þorvarður sigraði hinsvegar Hellismanninn unga, Helga Brynjarsson (1969). Fimmta umferð ...
Lesa meira »Guðmundur tapaði í fyrstu umferð landsliðsflokks
Landsliðsflokkur Skákþings Íslands hófst í gær í Bolungarvík. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði nokkuð óvænt fyrir Fide meistaranum, Róberti Lagerman (2351). Guðmundur hafði svart og tefldi sína uppáhaldsbyrjun, Caro-Kann, og var uppskiptaafbrigðið teflt. Skákin var lengi vel í jafnvægi og þegar stefndi í endatafl virtist Guðmundur jafnvel hafa aðeins betra vegna betri peðastöðu. Guðmundur tefldi þó lokin ekki nógu ...
Lesa meira »Daði tapaði í 2. umferð á EM ungmenna
Daði Ómarsson (2091) beið lægri hlut fyrir rúmenska Fide meistaranum, Anton Teodor (2379), í annarri umferð á EM ungmenna sem fram fór í gær. Daði, sem hefur 1 vinning, mætir Ítalanum, Giacchetti Lorenzo (1818), í þriðju umferð sem fram fer í dag og hefst kl. 13. Sex önnur íslensk ungmenni taka þátt í mótinu ásamt Daða: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigríður ...
Lesa meira »Daði byrjar vel á Evrópumóti ungmenna
Daði Ómarsson (2091) byrjar vel á Evrópumóti ungmenna sem fram fer í Fermo á Ítalíu. Daði, sem teflir í flokki drengja 18 ára og yngri, gerði jafntefli við spænska alþjóðlega meistarann, Jorge Trujillo Cabrera (2410), í fyrstu umferð sem fram fór í gær. Í annari umferð, sem hófst kl. 13, hefur Daði svart gegn rúmenska Fide meistaranum, Anton Teodor (2379). ...
Lesa meira »Haustmót T.R. hefst sunnudaginn 20. september
Sunnudaginn 20. september hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2009. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti T.R. og er það flokkaskipt. Mótið er öllum opið. Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í ...
Lesa meira »Þrír efstir í áskorendaflokki
Þrír skákmenn eru efstir og jafnir að lokinni þriðju umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), Magnús Magnússon (2055) og alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason (2171) eru allir með fullt hús vinninga. Fimm skákmenn koma næstir með 2,5 vinning. Bjarni Jens Kristinsson (1985), sem hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu, gerði jafntefli við Þorvarð ...
Lesa meira »Úrslit eftir bókinni í 2. umferð áskorendaflokks
Annari umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands lauk nú rétt í þessu. Ekkert jafntefli leit dagsins ljós og ekki er hægt að tala um nein óvænt úrslit. Tíu skákmenn eru efstir með fullt hús, þar á meðal T.R.-ingarnir, Eiríkur K. Björnsson (2034) og hinn hárprúði, Kristján Örn Elíasson (1982). Þriðja umferð fer fram á morgun, sunnudag, og hefst kl. 13 en þá ...
Lesa meira »Áskorendaflokkur hófst í dag
 Taflmennska í áskorendaflokki Skákþings Íslands hófst í dag þegar fyrsta umferð var tefld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Upphaflega stóð til að mótið færi fram í félagsheimili Hellis en vegna mjög góðrar þátttöku var ákveðið að færa mótið í T.R. 45 keppendur eru skráðir til leiks, þeirra stigahæstur, Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), sem hlýtur að teljast sigurstranglegur. ...
Lesa meira »T.R. úr leik í hraðaskákkeppninni
Taflfélag Reykjavíkur mætti ofjarli sínum þegar það beið lægri hlut fyrir Taflfélagi Bolungarvíkur í undanúrslitum hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fóru í Faxafeninu síðastliðið miðvikudagskvöld. Leikar fóru þannig að Bolungarvík vann 48,5-23,5 en í hálfleik var staðan 27-9. Hinn grjótharði hraðskáksnillingur, Arnar E. Gunnarsson, stóð sig best T.R.-inga með 8 vinninga af 12 en Bragi Þorfinnsson stóð sig best hjá Bolvíkingum ...
Lesa meira »Undanúrslit Hraðskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld
Í kvöld fara fram undanúrslit í hraðskákkeppni taflfélaga en að þessu sinni verða báðar viðureignirnar tefldar í einu og verður teflt í félagsheimili T.R. að Faxafeni. Taflfélag Reykjavíkur, sem hefur titil að verja, mætir Íslandsmeisturunum í Taflfélagi Bolungarvíkur, en í hinni viðureigninni mætast Taflfélagið Hellir og Skákfélag Akureyrar. Það má búast við góðri stemningu og harðri baráttu þar sem klukkur ...
Lesa meira »Sigurður Daði genginn til liðs við T.R.
Sigurður Daði Sigfússon (2335) gekk á dögunum til liðs við Taflfélag Reykjavíkur á nýjan leik en hann hefur undanfarin misseri verið liðsmaður Hellis. Sigurður Daði er uppalinn hjá T.R. og var formaður félagsins á árunum 2001-2002. Stjórn Taflfélagsins fagnar endurkomu Sigurðar Daða, sem er einn af sterkari skákmönnum þjóðarinnar, og er ekki í vafa um að endurkoma hans muni styrkja ...
Lesa meira »Fimmtudagsmótin hefjast 17. september
Hin margrómuðu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí fimmtudagskvöldið 17. september kl. 19.30. Nánara fyrirkomulag auglýst síðar.
Lesa meira »Laugardagsæfingar hefjast 12. september nk.
Barna- og unglingaæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 12. september næstkomandi. Æfingarnar verða að mestu með hefðbundnu sniði en fyrirkomulag þeirra verður auglýst nánar þegar nær dregur. Verðlaunahafar barna- og unglingaæfinga T.R. veturinn 2008-2009.
Lesa meira »