Guðmundur tapaði í fyrstu umferð landsliðsflokksLandsliðsflokkur Skákþings Íslands hófst í gær í Bolungarvík.  Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði nokkuð óvænt fyrir Fide meistaranum, Róberti Lagerman (2351).  Guðmundur hafði svart og tefldi sína uppáhaldsbyrjun, Caro-Kann, og var uppskiptaafbrigðið teflt.  Skákin var lengi vel í jafnvægi og þegar stefndi í endatafl virtist Guðmundur jafnvel hafa aðeins betra vegna betri peðastöðu.  Guðmundur tefldi þó lokin ekki nógu vel og Róbert hafði góðan sigur að lokum.

Úrslit 1. umferðar

1 1   FM Olafsson David ½ – ½   Ornolfsson Magnus P   12
2 2   IM Thorfinnsson Bragi 1 – 0 FM Johannesson Ingvar Thor   11
3 3   GM Danielsen Henrik 1 – 0   Gislason Gudmundur   10
4 4   IM Arngrimsson Dagur ½ – ½ GM Thorhallsson Throstur   9
5 5   FM Lagerman Robert 1 – 0 FM Kjartansson Gudmundur   8
6 6   IM Gunnarsson Jon Viktor 1 – 0 FM Bjornsson Sigurbjorn   7

Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 16 en þá mætir Guðmundur alþjóðlega meistaranum, Jóni Viktori Gunnarssyni (2462).

  • Heimasíða SÍ
  • Chess-Results
  • Skákirnar í beinn