Author Archives: Þórir

Hjörvar öruggur sigurvegari Haustmótsins

Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gærkvöldi þegar níunda og síðasta umferðin var tefld í Skákhöllinni, Faxafeni. Úrslit í a-flokki voru þegar ráðin en Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) hafði tryggt sér sigur þegar tvær umferðir voru ótefldar.  Lokaumferðin snérist því um baráttuna um annað sætið, sem stóð aðallega á milli Lenku Ptacnikovu (2285) og Ingvars Þórs Jóhannessonar (2323), en þau voru ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára ...

Lesa meira »

Sigurður Daði skákmeistari T.R. 2009

Sigurður Daði Sigfússon (2335) er skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2009 en hann tryggði sér titilinn með því að gera jafntefli við Daða Ómarsson (2099) í áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fór í gær.  Fyrir lokaumferðina hefur hann því 2 vinninga forskot á næsta T.R.-ing. Þetta er í fjórða sinn sem Sigurður Daði vinnur titilinn en hann var aðeins 17 ára ...

Lesa meira »

Hjörvar með 8 af 8 á Haustmótinu!

Senn líður að því að draga þurfi fram sögubækurnar til að finna annan eins viðlíka árangur og hinn ungi, Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), er að ná í Haustmótinu.  Í áttundu umferð sem fór fram í gær sigraði hann enn einu sinni og nú var það gjaldkeri T.R., Júlíus L. Friðjónsson (2216), sem lá í valnum.  Skákin taldi 59 leiki og ...

Lesa meira »

Hjörvar hefur tryggt sér sigur í Haustmótinu

Ekkert lát er á sigurgöngu Hjörvars Steins Grétarssonar (2320) í Haustmótinu því í sjöundu umferð, sem fram fór í gærkvöldi, vann hann Daða Ómarsson (2099).  Daði stóð þó lengi vel í Hjörvari en fékk erfiða stöðu þegar í endataflið var komið og tefldi svo lokin illa þannig að sigur Hjörvars var staðreynd.  Með sigrinum tryggði Hjörvar sér sigur í mótinu ...

Lesa meira »

Helgi sigraði með fullu húsi á fimmtudagsmóti

Fjórða fimmtudagsmót vetrarins fór fram í TR í gær. Að venju voru tefldar sjö umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma . Að þessu sinni sigraði Helgi Brynjarsson með algerum yfirburðum; vann einfaldlega allar skákirnar! 1   Helgi Brynjarsson                     7         2-3  Jóhannes Lúðvíksson          4.5           Jón Úlfljótsson                       4.5      4-5  Eiríkur K. Björnsson             4             Páll Andrason                        4        6-7  Unnar Bachmann                 3.5           Örn ...

Lesa meira »

Hjörvar kominn með 2 vinninga forskot á Haustmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á Haustmótinu en í sjöttu umferð, sem fram fór í gærkvöldi, vann hann Lenku Ptacnikovu (2285) örugglega í 29 leikjum með svörtu mönnunum.  Tefld var Sikileyjarvörn og eftir ónákvæmni Lenku í byrjuninni náði Hjörvar upp óstöðvandi kóngssókn sem leiddi fljótt til uppgjafar Lenku.  Það sem vekur ekki síður athygli er hversu ...

Lesa meira »

Skákir Haustmótsins í beinni útsendingu

Frá og með sjöttu umferð, sem hefst í kvöld kl. 19.30, verða skákir a-flokks í beinni útsendingu á vefnum. Hægt verður að fylgjast með 6. umferð hér.

Lesa meira »

Pistill 4. laugardagsæfingar vetrarins

Á síðastliðinni æfingu var m.a. æft að máta með kóngi og drottningu.  Pistilinn má nálgast hér.  Einnig eru allir pistlarnir aðgengilegir hér hægra megin á síðunni.

Lesa meira »

Hjörvar er “on fire” á Haustmótinu

Hinn ungi rauðbirkni Hellisbúi, Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), stefnir ótrauður að sigri á Haustmótinu í ár en í gær vann hann enn einn sigurinn þegar reynsluboltinn, Kristján Eðvarðsson (2255), laut í gras fyrir honum.  Byrjun Hjörvars í mótinu er með ólíkindum en hann er með fullt hús vinninga að loknum fimm umferðum.  Árangur hans samsvarar 3047 skákstigum, sem reyndar er ekki ...

Lesa meira »

Hjörvar kominn í fluggír á Haustmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) virðist óstöðvandi á Haustmótinu en hann sigraði Jón Árna Halldórsson (2202) í fjórðu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Hjörvar hefur þar með 1,5 vinnings forskot á næstu menn sem eru Sigurbjörn Björnsson (2287) og Lenka Ptacnikova (2285).  Engin jafntefli litu dagsins ljós í fjórðu umferð a-flokks. Í b-flokki sigraði Kristján Örn Elíasson (1982) Pál Sigurðsson ...

Lesa meira »

Pistill 3. laugardagsæfingar vetrarins

Nú er pistill laugardagsæfingarinnar 26. september aðgengilegur en á henni fengu krakkarnir m.a. að kynnast hvernig gömlu skákklukkurnar virka. Pistillinn

Lesa meira »

Hjörvar í gírnum á Haustmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) sigraði Sigurð Daða Sigfússon (2335) í snarpri skák þegar þriðja umferð fór fram í gærkvöldi.  Hjörvar hefur því lagt tvo stigahæstu skákmenn a-flokksins og heldur forystunni með fullt hús vinninga eftir þrjár umferðir. Hinn ungi, Daði Ómarsson (2099), gerði sér lítið fyrir og lagði Kristján Eðvarðsson (2255) með svörtu mönnunum en Kristján lék sig í mátnet ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára ...

Lesa meira »

Magnús Matthíasson sigraði á fimmtudagsmóti

Magnús Matthíasson sigraði á fimmtdagsmóti Taflfélags Reykjavíkur í síðustu viku. Hann fékk 8 vinninga úr 9 umferðum en keppendur tefldu allir við alla 5 mínútna skákir. Jafnir í 2.-3. sæti urðu þeir Halldór Pálsson og Kristján Örn með 7 vinninga.   Úrslit:     1   Magnús Matthíasson,                       8  2-3  Halldór Pálsson,                          7       Kristján Örn Elíasson,                    7   4   Jón Úlfljótsson,   ...

Lesa meira »

Sveitir T.R. stóðu sig vel í fyrri hluta Íslandsmótsins

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009-2010 fór fram um síðastliðna helgi.  Líkt og undanfarin ár var teflt í Rimaskóla og var skipulag og aðstaða til fyrirmyndar eins og búast mátti við.  Um 350 skákmenn öttu kappi í fjórum deildum sem hver telur 8 skáksveitir utan þeirrar fjórðu sem að þessu sinni telur 32 sveitir.  Í þremur efstu deildunum tefla allar sveitir ...

Lesa meira »

Formaður T.R þakkar félagsmönnum fyrir skákhelgina

Kæru T.R.ingar.   Nú um helgina fór fram fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga. Vil ég hér með þakka ykkur innilega fyrir að gefa tíma ykkar til að tefla fyrir hönd félagsins! Við tefldum fram 6 liðum: A-lið í 1. deild, B-lið í 2. deild, C-lið í 3. deild og D, E og F-lið í 4. deild. Í stuttu máli sagt sagt ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegara hvers móts ásamt því sem aukaverðlaun verða í boði af og til í vetur. Mótin eru öllum opin og er ...

Lesa meira »

Hjörvar leiðir á Haustmótinu

Önnur umferð Haustmóts T.R. fór fram í kvöld.  Í a-flokki sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) Ingvar Þór Jóhannesson (2323) og er einn efstur með fullt hús.  Sigurbjörn Björnsson (2287) og Kristján Eðvarðsson (2255) koma næstir með 1,5 vinning. Í b-flokki, þar sem öllum skákum nema einni lauk með jafntefli, eru Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1788) og Patrekur M. Magnússon (1954) efst ...

Lesa meira »