Daði tapaði í 2. umferð á EM ungmennaDaði Ómarsson (2091) beið lægri hlut fyrir rúmenska Fide meistaranum, Anton Teodor (2379), í annarri umferð á EM ungmenna sem fram fór í gær.  Daði, sem hefur 1 vinning, mætir Ítalanum, Giacchetti Lorenzo (1818), í þriðju umferð sem fram fer í dag og hefst kl. 13.

Sex önnur íslensk ungmenni taka þátt í mótinu ásamt Daða:

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigríður Björg Helgadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hrund Hauksdóttir, Dagur Andri Friðgeirsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.

Jón Kristinn, Dagur Andri og Hallgerður Helga unnu í 2. umferð en Hallgerður og Sigríður tefldu innbyrðis.  Þau hafa öll 1 vinning en Sigríður, Jóhanna og Hrund eru ekki komin á blað.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results