Daði byrjar vel á Evrópumóti ungmennaDaði Ómarsson (2091) byrjar vel á Evrópumóti ungmenna sem fram fer í Fermo á Ítalíu.  Daði, sem teflir í flokki drengja 18 ára og yngri, gerði jafntefli við spænska alþjóðlega meistarann, Jorge Trujillo Cabrera (2410), í fyrstu umferð sem fram fór í gær.

Í annari umferð, sem hófst kl. 13, hefur Daði svart gegn rúmenska Fide meistaranum, Anton Teodor (2379).

Fróðlegt verður að fylgjast með gengi Daða en hann er nr. 67 í stigaröðinni af 101 keppenda.  Hann er á átjánda aldursári og hefur bætt sig gríðalega á síðustu árum en á síðastliðnum fjórum árum hefur hann hækkað um meira en 450 skákstig og er nú á meðal bestu ungu skákmanna landsins og á framtíðina fyrir sér ef hann heldur sama dampi.

Sex önnur íslensk ungmenni taka þátt í mótinu ásamt Daða:

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigríður Björg Helgadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hrund Hauksdóttir, Dagur Andri Friðgeirsson og Jón Kristinn Þorgeirsson.

Þau töpuðu öll sínum skákum í fyrstu umferð.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results