Sigurður Daði genginn til liðs við T.R.



Sigurður Daði Sigfússon (2335) gekk á dögunum til liðs við Taflfélag Reykjavíkur á nýjan leik en hann hefur undanfarin misseri verið liðsmaður Hellis.  Sigurður Daði er uppalinn hjá T.R. og var formaður félagsins á árunum 2001-2002.

Stjórn Taflfélagsins fagnar endurkomu Sigurðar Daða, sem er einn af sterkari skákmönnum þjóðarinnar, og er ekki í vafa um að endurkoma hans muni styrkja félagið til mikilla muna, jafnt við skákborðið sem utan þess.

Þess má geta að Sigurður Daði hefur þrisvar orðið Skákmeistari T.R., árin 1989, 1997 og 2002 og einu sinni hefur hann hampað titlinum Skákmeistari Reykjavíkur, árið 1992.