Veronika Steinunn ÍslandsmeistariVeronika Steinunn Magnúsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (8.-10. bekkur) í skólaskák.  Fimm umferðir voru tefldar og hlaut Veronika 3 vinninga líkt og liðsfélagi hennar í T.R., Donika Kolica.  Veronika vann svo 2-0 sigur í einvígi þeirra og er því vel að sigrinum komin.

 

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Veroniku til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en þess má geta að Veronika og Donika tilheyra afrekshópi barna og unglinga í T.R.