Þrír efstir í áskorendaflokki



Þrír skákmenn eru efstir og jafnir að lokinni þriðju umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), Magnús Magnússon (2055) og alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason (2171) eru allir með fullt hús vinninga.  Fimm skákmenn koma næstir með 2,5 vinning.  Bjarni Jens Kristinsson (1985), sem hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu, gerði jafntefli við Þorvarð Fannar Ólafsson (2211) en að öðru leyti var ekki mikið um óvænt úrslit.

Fjórða umferð fer fram á þriðjudagskvöld og hefst kl. 18 en þá mætast meðal annars Hjörvar og Sævar.

Árangur T.R. manna:

Eiríkur K. Björnsson (2034) 2,5v
Kristján Örn Elíasson (1982) 2v
Frímann Benediktsson (1950) 1v
Þorsteinn Leifsson (1814) 2v
Agnar Darri Lárusson (1752) 2v
Atli Antonsson (1720) 1v
Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) 0,5v
Páll Andrason (1550) 1v
Birkir Karl Sigurðsson (1370) 1v
Hjálmar Sigurvaldason (1350) 1v