Daði gerði jafntefli í 4. umferð EM ungmennaDaði Ómarsson (2091) heldur áfram að ná góðum árangri gegn sér stigahærri andstæðingum því í fjórðu umferð á EM ungmenna sem fram fór í dag gerði hann jafntefli við þýska skákmanninn, Felix Graf (2240).  Daði hefur nú 2 vinninga en í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 13, hefur hann hvítt gegn Ítalanum, Alberto Pomaro (2284).

Eftir fjórar umferðir er Daði í 42.-62. sæti af rúmlega 100 keppendum og samsvarar árangur hans 2225 skákstigum og hækkun um 10 stig.  Byrjunin er því ágæt á mótinu og með þessu áframhaldi fer hann yfir 2100 skákstig en hann er nr. 67 á keppendalistanum miðað við skákstig.

Sex önnur íslensk ungmenni taka þátt í mótinu ásamt Daða og er árangur þeirra eftirfarandi:

  • Jón Kristinn Þorgeirsson u-10 2v 34.-55. sæti.
  • Dagur Andri Friðgeirsson u-14 1v 97.-115. sæti.
  • Hrund Hauksdóttir u-14 1v 62.-72. sæti.
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir u-16 1v 58.-68. sæti.
  • Sigríður Björg Helgadóttir u-18 1v 42.-54. sæti.
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir u-18 1,5v 36.41. sæti.
  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results