Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 10. janúar

IMG_9069

Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Breiðabliks & Bolungarvíkur sameiginlegir Íslandsmeistarar unglingasveita

20171210_145019

Eitthvert hið dramatískasta Íslandsmót unglingasveita frá upphafi fór fram sunnudaginn 10. desember í Garðaskóla, Garðabæ, en mótshaldari var Taflfélag Garðabæjar. Umfjöllun um mótið birtist fyrst nú þar sem endurreikna þurfti lokastöðuna en A-lið Taflfélags Reykjavíkur (TR) og A-lið Breiðabliks & Bolungarvíkur (B&B) komu hnífjöfn í mark. Eftir allnokkur fundarhöld og góða og faglega umræðu var það sameiginleg niðurstaða allra hlutaðeigandi ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fer fram 28. desember

IMG_9026

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ...

Lesa meira »

Mikið um dýrðir á Jólaæfingu TR

20171209_153838

Í gær var haldin hin árlega jólaskákæfing sem er um leið uppskeruhátíð haustannarinnar hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Börnin mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vin og tefldu sex umferðir í tveggja manna liðum. Reyndir sem óreyndir skákmenn spreyttu sig og vék keppnisharkan fyrir jólaandanum. Á milli umferða voru veitt verðlaun fyrir ástundun á haustönninni og því áttu börnin sviðsljósið. Mörg skemmtileg liðanöfn ...

Lesa meira »

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli sigurvegarar á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

20171203_124857

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 3.desember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 39 skáksveitir í mótinu sem var þrískipt að þessu sinni; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. Í öllum keppnisflokkum voru tefldar 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hvern keppanda auk þess sem 3 sekúndur bættust við eftir ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing TR næsta laugardag kl.13

IMG_4771

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin laugardaginn 9.desember kl.13-16. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki, framhaldsflokki og á opnu laugardagsæfingunni. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er ...

Lesa meira »

Alexander og Páll sigurvegarar U-2000 mótsins

20171129_203124

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk síðastliðið miðvikudagskvöld þegar spennandi lokaumferð fór fram í húsakynnum félagsins að Faxafeni. Lokaröð keppenda lá fyrir rétt fyrir miðnætti en jafnir í 1.-2. sæti með 6 vinninga voru Alexander Oliver Mai (1875) og Páll Andrason (1805) þar sem sá fyrrnefndi var eilítið hærri á mótsstigum (tiebreaks) og hlýtur því fyrsta sætið. Þriðji í mark með ...

Lesa meira »

Leikar æsast í U-2000 mótinu – Þrír á toppnum

20171122_193815

Þegar ein umferð lifir af U-2000 móti TR eru Alexander Oliver Mai (1875), Páll Andrason (1805) og Jón Eggert Hallsson (1648) efstir og jafnir með 5 vinninga. Í sjöttu og næstsíðustu umferð gerði Alexander jafntefli við Harald Baldursson (1935) í stuttri skák, Jón Eggert sigraði Stephan Briem (1895) nokkuð óvænt eftir mikla baráttu og þá lagði Páll Kristján Geirsson (1556) ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur öflugast í Hraðskákkeppni taflfélaga

checkmate-1511866_960_720

Taflfélag Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari í Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór síðastliðinn sunnudag. A-sveit félagsins hlaut 61 vinning, heilum 8,5 vinning á undan næstu sveit sem var Skákfélag Akureyrar með 52,5 vinning. Í 3.sæti varð Skákfélagið Huginn með 52 vinninga, en athygli vakti hve marga sterka skákmenn vantaði í lið þeirra. Taflfélag Reykjavíkur hafði ekki eingöngu á að skipa ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 3.desember

IMG_8955

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 3.desember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Alexander Oliver leiðir í U-2000 mótinu

20171108_193423

Alexander Oliver Mai (1875) er á nýjan leik einn efstur þegar fimm umferðum af sjö er lokið í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Hefur hann hlotið 4,5 vinning en í næstu sætum með 4 vinninga eru Stephan Briem (1895), Haraldur Baldursson (1935), Páll Andrason (1805), Kristján Geirsson (1556) og Jón Eggert Hallsson (1648). Spennan er því mikil fyrir lokaumferðirnar tvær og ...

Lesa meira »

Skákæfingar helgarinnar 11.-12.nóvember

IMG_9534

Alþjóðlega Norðurljósamótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur dagana 10.-15.nóvember. Af þeim sökum fellur niður skákæfing laugardaginn 11.nóvember kl.14-16. Aðrar skákæfingar verða á hefðbundnum tímum.

Lesa meira »

Æskan og ellin: Alexander Oliver Mai hlutskarpastur

IMG_9464

Það var mikið um dýrðir í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur síðastliðinn laugardag er erkiriddarinn, Einar S. Einarsson, sló upp stórmótinu Æskan og ellin í fjórtánda sinn. Venju samkvæmt höfðu þeir þátttökurétt sem annað hvort voru 15 ára og yngri eða 60 ára og eldri. Þessi hugarsmíð Einars hefur slegið rækilega í gegn á meðal skákmanna enda mikil skemmtun og mikilvægur viðburður ...

Lesa meira »

Skákæfingar um helgina

IMG_9403

Það er mikið um að vera í Skákhöllinni þessa helgina. Á laugardag fer fram hið geysivinsæla skákmót Æskan og ellin, og á sunnudag er haldið Barna- og unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Bæði skákmótin hefjast kl.13. Af þeim sökum fellur niður laugardagsæfingin kl.14-16. Allar aðrar skákæfingar eru á sínum hefðbundnu tímum.

Lesa meira »

U-2000 mótið: Fjórir keppendur leiða

20171101_193604

Það færist fjör í leikinn í U-2000 mótinu en fjórða umferð fór fram í húsakynnum TR í gærkveld. Að henni lokinni eru Alexander Oliver Mai (1875), Óskar Víkingur Davíðsson (1777), Haraldur Baldursson (1935) og Páll Andrason (1805) efstir og jafnir með 3,5 vinning. Alexander gerði jafntefli við Stephan Briem (1895) í viðureign sem má lýsa sem störukeppni þeirra í milli. Hvorugur ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót TR fer fram á sunnudag

20161113_165546

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13. Tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu ...

Lesa meira »

Æskan og ellin XIV -þar sem kynslóðirnar mætast- fer fram á laugardag

IMG_3688

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN XIV., þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 14. sinn laugardaginn 4. nóvember í Skákhöllinni í Faxafeni. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningi TOPPFISKS ehf – leiðandi fyrirtækis í ferskum og fyrstum sjávarafurðum – standa saman að mótshaldinu sem hefur eflst mjög að öllu umfangi og vinsældum með árunum. Fyrstu 9 ...

Lesa meira »

Alexander Oliver efstur í U-2000 mótinu

20171025_193426

Alexander Oliver Mai (1875) er einn efstur með fullt hús vinninga þegar þremur umferðum er lokið í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Alexander, sem hefur verið á feykilegri siglingu að undanförnu, hafði betur í þriðju umferðinni gegn Kristjáni Geirssyni (1556) þar sem hann saumaði jafnt og þétt að þeim síðarnefnda með svörtu mönnunum eftir að hafa stillt upp hinni sívinsælu Sikileyjarvörn. ...

Lesa meira »

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga – A-E sveitir TR

20171019_193452

Gauti Páll Jónsson skrifar Taflfélag Reykjavíkur átti við ramman reip að draga í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla síðastliðna helgi. Nokkra sterka skákmenn vantaði og hafði það nokkur áhrif á öll liðin. Hið jákvæða var þó að nokkrir ungir menn hlutu eldskírn sína með A-liði TR. Það voru þeir Hilmir Freyr Heimisson, sem er nýjasti Candidate ...

Lesa meira »

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga – Barnasveitir TR

20171022_110238

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir skrifar Í fjórðu deild tefldi Taflfélag Reykjavík fram tveimur barnasveitum, TR unglingasveit A og TR unglingasveit B. Sveitirnar voru skipaðar áhugasömustu og virkustu skákkrökkum félagsins, stelpum og strákum, sem hafa hvað mest sótt skákæfingar TR undanfarin misseri. Alls tefldu 18 börn í þessum tveimur liðum, 7 stelpur og 11 strákar. Svo mikill var áhuginn að það munaði ...

Lesa meira »