Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skákæfingar helgina 21.-22.október

IMG_9403

Vegna Íslandsmóts skákfélaga sem og vetrarfrís í grunnskólum þá falla eftirfarandi þrjár skákæfingar niður helgina 21.-22.október: Opin æfing – Laugardag kl. 14:00-16:00 Afreksæfing – Laugardag kl. 16:10-17:40 Framhaldsæfing – Sunnudag kl.10:30-12:00 Manngangskennsla, byrjendaæfing og stúlknaæfing eru á sínum stað á hefðbundnum tíma.

Lesa meira »

Hart barist í annari umferð U-2000 mótsins

20171018_194146

Önnur umferð U-2000 mótsins fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og að henni lokinni eru níu keppendur efstir og jafnir eftir sigur í sínum fyrstu tveim viðureignum. Á efsta borði sigraði Ólafur Guðmarsson (1724) Jon Olav Fivelstad (1950) nokkuð óvænt ef horft er á stigamun þeirra í milli. Á öðru borði lagði Haraldur Baldursson (1935) Pál Þórsson (1695) nokkuð örugglega og á ...

Lesa meira »

Framúrskarandi geðheilbrigði í Faxafeninu

20171012_220925

Leikgleðin var í fyrirrúmi í Faxafeninu þann 12.október síðastliðinn er Alþjóða geðheilbrigðismótið var haldið. Líkt og undanfarin ár var mótið haldið í samstarfi við Vinaskákfélagið en þar slá taktinn Róbert Lagerman og Hörður Jónasson. Þeir félagar hafa þróað mótið síðustu ár og skipar það nú fastan sess í skákmótahaldi hvers árs. Þátttakendurnir 35 geisluðu af framúrskarandi geðheilbrigði og var léttleikinn ...

Lesa meira »

Mót 3 í Bikarsyrpu TR fer fram helgina 27.-29. október

Bikarsyrpan í fullum gangi.

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið í kvöld kl.19:30

IMG_9403

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hófst í gær

20171011_194929

Fjölmennt U-2000 mót hófst í gærkveld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Mótið fer nú af stað þriðja árið í röð en það var endurvakið eftir tíu ára dvala frá síðastliðnum áratug. Keppendur í ár eru 42 talsins sem er örlítið minna en í fyrra en aftur tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum. Það er nokkuð athyglisvert hve marga skákmenn ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst í kvöld

IMG_9016

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 11. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst á miðvikudaginn

IMG_8762

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 11. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst ...

Lesa meira »

Alþjóða geðheilbrigðismótið fer fram 12.október

IMG_9403

Alþjóða geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hefst taflið klukkan 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða ...

Lesa meira »

Uppgjör Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur 2017

20170910_174838

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 84. í röðinni, var haldið í nýafstöðnum septembermánuði, nánar tiltekið dagana 6.-24.september. Mótið var óvenjulegt fyrir þær sakir að mótshaldarar brugðu á það ráð að hverfa frá hinni hefðbundnu flokkaskiptingu til þess að mæta dræmri skráningu. Því tefldu þátttakendurnir 30 í einum opnum flokki. Það er nokkur ráðgáta hví þátttaka í eina flokkaskipta opna kappskákmótinu á ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður á morgun kl.14-16

20170825_175105

Vegna Bikarsyrpunnar sem fram fer um þessa helgi þá fellur niður æfingin kl.14-16 á laugardag. Allar aðrar æfingar fara fram á hefðbundnum tímum, bæði á laugardag og sunnudag.

Lesa meira »

Vignir Vatnar Stefánsson er hraðskákmeistari TR árið 2017

received_10214114732892171

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram miðvikudagskvöldið 27.september og voru 26 vaskir skákmenn mættir í Skákhöllina til að takast á við skákgyðjuna. Tefldar voru 11 umferðir með tímamörkunum 4+2. Góð stemning var á meðal þátttakenda þar sem margir ungir og efnilegir skákmenn hittu fyrir eldri en ekkert síður efnilega skákmenn. Stigahæsti keppandinn –eini titilhafinn- vann mótið nokkuð örugglega og reynsluboltar af ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram í kvöld

htr16-12

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 27. september kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn sigurvegari Haustmótsins

20170924_133609

Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag eftir þriggja vikna törn. Stórmeistarinn stóðst prófraunina, Bolvíkingnum brást ekki bogalistinn og unga fólkið safnaði stigum í sarpinn. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur og halaði hann inn 8 vinninga í skákunum níu. Næstur honum að vinningum var Bolvíkingurinn Magnús Pálmi Örnólfsson með 7 vinninga. Einar Hjalti Jensson hreppti 3.sætið með 6,5 vinning. Skákmeistari ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram nk. miðvikudag

htr16-12

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 27. september kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst miðvikudaginn 11. október

IMG_8792

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 11. október. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst ...

Lesa meira »

HTR #7: Stórmeistarinn í stuði

20170920_193959

Toppbaráttan skýrðist er 7.umferð Haustmótsins var tefld síðastliðið miðvikudagskvöld. Stórmeistarinn sýndi mátt sinn og megin á efsta borði, Bolvíkingurinn fylgir honum eins og skugginn, Hlíðaskólapiltinum halda engin bönd og skeggsíði skákdómarinn hafði gaman að þessu. Á efsta borði fór fram athyglisverð viðureign þar sem Rimaskólaprinsinn Oliver Aron Jóhannesson (2272) stýrði hvítu mönnunum gegn Rimaskólabaróninum Hjörvari Steini Grétarssyni (2567). Stórmeistarinn mætti ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram miðvikudaginn 27. september

20170205_154045

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 27. september kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

HTR #6: Hjörvar Steinn trónir á toppnum

20170913_193639

Í dag fór fram 6.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og gekk á ýmsu á mörgum borðum. Stórmeistarinn lét til sín taka á efsta borði í uppgjöri stigahæstu manna mótsins og unga kynslóðin minnti á sig svo um munaði. Skákheimur beið í ofvæni eftir uppgjöri stigahæstu manna mótsins og þeir gestir sem lögðu leið sína í Faxafenið urðu ekki fyrir vonbrigðum ...

Lesa meira »

Svartur gaf vel í toppbaráttu Haustmótsins í gær – Stórslagur titilhafa á sunnudag

20170913_193639

Fjórir skákmenn eru efstir á og jafnir á Haustmótinu með fjóra vinninga eftir fimm umferðir; IM Einar Hjalti Jensson (2362), GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), FM Oliver Aron Jóhannesson (2272) og Jóhann H. Ragnarsson (2032). Ónefndur sterkur skákmaður sagði eitt sinn að betra væri að vera með hvítt í skák. Það kann að vera rétt, en það var þó ekki ...

Lesa meira »