Jólaskákmót TR og SFS fer fram 27-28.nóvemberJólamotL_SFS_2016Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 dagana 27.-28.nóvember. Sem fyrr verður mótinu skipt í tvo hluta; yngri flokkur (1.-7.bekkur) og eldri flokkur (8.-10.bekkur).

Tefldar verða 6 umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 10 mín fyrir hverja skák. Þátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-10.bekk. Mikilvægt er að liðsstjóri fylgi liðum hvers skóla og er æskilegt að hver liðsstjóri stýri ekki fleiri en tveimur liðum. Engar takmarkanir eru á fjölda skáksveita hvers skóla. Í hverri skáksveit tefla 4 keppendur og má hver sveit hafa 0-2 varamenn.

Í yngri flokki verður keppt í tveimur riðlum sunnudaginn 27.nóvember. Suður riðill hefur keppni kl.10:30. Norður riðill hefur keppni kl.14:00. Tvær efstu sveitir hvors riðils mætast í 4-liða úrslitakeppni þar sem sveitirnar mætast innbyrðis í tvöfaldri umferð (6 umferðir). Tvær efstu stúlknasveitir hvors riðils mætast einnig í 4-liða úrslitakeppni með sama fyrirkomulagi. Úrslitakeppnirnar fara fram mánudaginn 28.nóvember og hefjast kl.17:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum riðli. Að auki fá þrjár efstu stúlknasveitir hvors riðils verðlaun. Þrjár efstu sveitir úrslitakeppninnar fá jafnframt verðlaun.

Eldri flokkur hefst mánudaginn 28.nóvember kl.17:00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að auki fá þrjár efstu stúlknasveitirnar verðlaun. Verðlaunaafhending eldri flokks fer fram strax að lokinni keppni.

Þátttaka í báða flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eigi síðar en föstudaginn 25. nóvember. Ekki verður hægt að skrá lið á mótsstað. Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is.