Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Helgi Áss sigraði á fjórða móti Hraðskákmótaraðarinnar

IMG_9806

Það var fámennt en góðmennt á fjórða og síðasta móti Hraðskákmótaraðar TR sem fram fór föstudagskvöldið 28. apríl síðastliðinn. Eftir snarpa taflmennsku stóð stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari með sex vinninga af sjö, en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Fide-meistaranum knáa Vigni Vatnari Stefánssyni. Vignir átti reyndar möguleika á að vinna mótið fyrir síðustu umferð ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Sigurbjörn og Þorvarður enn efstir – Berjast um titilinn

20180425_193325

Þegar ein umferð lifir af Skákmóti öðlinga eru Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) og Þorvarður F. Ólafsson (2176) efstir og jafnir með 5,5 vinning en báðir lögðu þeir sinn andstæðing í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fór fram í gærkveld. Sigurbjörn tefldi af öryggi með hvítu gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2200), vann peð og mjakaði c-peði sínu rólega fram ...

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 4 haldið 27.apríl

IMG_9403

Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27.apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Sigurbjörn og Þorvarður efstir

20180418_193650

Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) er efstur ásamt Þorvarði F. Ólafssyni (2176) með 4,5 vinning þegar fimm umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga. Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), kemur næst með 4 vinninga líkt og Haraldur Baldursson (1949). Í fimmtu umferð, sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld, lagði Sigurbjörn Jóhann H. Ragnarsson (1985) nokkuð örugglega í vel útfærðri sóknarskák. Þorvarður hafði betur ...

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 4

IMG_9806

Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27.apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Hörð barátta framundan – þrír efstir og jafnir

20180321_200726

  Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278), Þorvarður F. Ólafsson (2176) og stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova (2200) eru efst og jöfn með 3,5 vinning þegar fjórum umferðum af sjö er lokið í Skákmóti öðlinga. Í fjórðu umferð lagði Sigurbjörn Ögmund Kristinsson (2010) nokkuð örugglega og þá hafði Þorvarður betur gegn Kristni J. Sigurþórssyni (1744) eftir laglega fléttu. Lenka tók yfirsetu og mun ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Lenka með fullt hús

IMG_9899

Þegar þremur umferðum er lokið í Skákmóti öðlinga er stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), ein efst með fullt hús vinninga. Þriðja umferð fór fram í gærkveld þar sem Lenka lagði Hrafn Loftsson (2169) í baráttuskák. Fimm keppendur koma næstir með 2,5 vinning, þ.á.m. Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) og Þorvarður F. Ólafsson (2176) en þeir gerðu átakalítið jafntefli sín í milli í ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót TR sunnudaginn 25.mars

paskaeggja3_2015-14 (2)

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25.mars. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Mótið verður tvískipt að þessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir: 1.-3.bekkur kl.12:30 – 14:30. 4.-7.bekkur kl. 15:00 – 17:00. Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú ...

Lesa meira »

Öðlingamótið hafið

20180321_200746

Tæplega 40 keppendur eru skráðir í Skákmót öðlinga sem hófst í gærkveld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur en sú þátttaka er með betra móti hin síðari ár. Stigahæstur keppenda er Kristján Guðmundsson (2289) sem er margreyndur þrátt fyrir langa fjarveru frá skákborðinu. Skammt undan er Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) sem hafnaði á dögunum í 3.-4. sæti á Skákþingi Reykjavíkur. Þá er ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur haldið 25.mars

paskaeggja3_2015-14 (2)

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25.mars. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Mótið verður tvískipt að þessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir: 1.-3.bekkur kl.12:30 – 14:30. 4.-7.bekkur kl. 15:00 – 17:00. Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 21. mars

20170329_205703

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 21. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina  auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Björgvin Víglundsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 21. mars kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 28. mars kl. 19.30 3. umferð miðvikudag 4. apríl kl. 19.30 ...

Lesa meira »

Landsliðsþjálfari Úkraínu setur upp þjálfunarbúðir hjá Taflfélagi Reykjavíkur

20180227_142612

Stórmeistarinn Oleksandr Sulypa, landsliðsþjálfari Úkraínu, er staddur hér á landi þessa vikuna í boði Taflfélags Reykjavíkur. Oleksandr mun slá upp þjálfunarbúðum næstu daga í skáksal félagsins þar sem bæði verða hóptímar og einkatímar á boðstólnum fyrir sterkustu og virkustu skákmenn félagsins. Auk þess kemur hann til með að tefla með TR í Íslandsmóti skákfélaga sem hefst næstkomandi fimmtudagskvöld. Oleksandr hefur ...

Lesa meira »

Helgi Áss Grétarsson er Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2018

IMG_9806

Það var fjörlega teflt síðastliðið miðvikudagskvöld er Hraðskákmót Reykjavíkur var haldið í salarkynnum Taflfélags Reykjavíkur. Margir keppendur gengu vasklega fram, enginn þó meira en stórmeistarinn brosmildi Helgi Áss Grétarsson. Helgi Áss lék á alls oddi og vó mann og annan langt fram eftir kvöldi, og voru sumir andstæðingarnir klofnir í herðar niður. Helgi sem hefur brýnt skákkuta sína af kostgæfni að undanförnu ...

Lesa meira »

Róbert Luu, Benedikt Briem og Stefán Orri Davíðsson komust í úrslit Barna-Blitz

20180224_141633

Gauti Páll Jónsson skrifar Fjölmennt og æsispennandi laugardagsmót barna var haldið þann 25. febrúar. 32 börn tóku þátt en það sem var merkilegt við þetta mót var að þrír efstu í mótinu gátu tryggt sér þátttöku í Reykjavík Barna-Blitz sem verður í Hörpunni samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Einnig dró til tíðinda er hópur norskra krakka mætti á svæðið og stóðu þau sig ...

Lesa meira »

Bragi Þorfinnsson orðinn stórmeistari!

20171019_193452

Bragi Þorfinnsson var rétt í þessu að tryggja sér lokaáfanga að stórmeistaratitli. Hann vann ensku skákkonuna Jovanka Houska í lokaumferð skákmóts í Kragerø í Danmörku. Bragi fékk 7 vinninga í 9 skákum. Bragi lenti í 2.sæti í mótinu, hálfum vinningi á eftir norska stórmeistaranum Jon Ludvig Hammer. Bragi er því 14.stórmeistari okkar Íslendinga. Til hamingju Bragi Þorfinnsson!

Lesa meira »

Daði Ómarsson fór hamförum á Hraðskákmótaröð TR

20180223_194250

Daði Ómarsson gaf engin grið á Hraðskákmótaröð TR þegar Mót 2 var teflt í kvöld. Daði nældi sér í 10,5 vinning í 11 skákum og var 1,5 vinning fyrir ofan sigurvegara fyrsta mótsins, Vigni Vatnar Stefánsson, sem varð annar með 9 vinninga. Hilmir Freyr Heimisson varð þriðji með 8 vinninga. Tefldar voru 11 umferðir, allir við alla, með tímamörkunum 3+2. ...

Lesa meira »

Undanrásir Barna-Blitz hjá TR 24.febrúar kl.14-16

IMG_9660

Undankeppni fyrir Reykjavík Open Barna-Blitz verður haldin hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 24.febrúar kl.14-16. Undankeppnin verður hluti af hefðbundnu Laugardagsmóti TR sem haldin eru flesta laugardaga á vorönn. Þrjú efstu börnin fædd 2005 eða síðar fá sæti í úrslitum sem tefld verða í Hörpu 11.mars. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5+3 (5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 2 fer fram 23.febrúar

IMG_9684

Annað mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 23.febrúar í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið miðvikudagskvöldið 21.febrúar

IMG_9660

Hraðskákmót Reykjavíkur, sem fresta þurfti síðastliðinn sunnudag vegna veðurs, verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 21.febrúar og hefst taflið kl.19:30. Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita: Keppni 4.-7. og 8.-10. bekkja fer fram mánudaginn 19. febrúar

20171203_124857

Reykjavíkurmót grunnskólasveita heldur áfram í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 19. febrúar kl. 16.30 með keppni 4.-7. bekkja og kl. 19.30 með keppni 8.-10. bekkja. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur ...

Lesa meira »