Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fjölmennt Haustmót TR hófst á sunnudag

20180909_150243

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 85. í röðinni, hófst síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur að þessu sinni eru 50 og er teflt í þremur lokuðum flokkum. Stigahæsti keppandinn er alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2405). 1.umferð bauð upp á afar fjörugar skákir, lævísa leiki, fjörugar fórnir og sjálfan vodafone-gambítinn. Björn Þorfinnsson hóf Haustmótið af krafti. Eftir að hafa farið sér að engu óðslega í ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst á sunnudag -breytt fyrirkomulag!

IMG_9420

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2018 hefst sunnudaginn 9. september kl.13:00. Mótið, sem er hið 85. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Björgvin Víglundsson. Sigurvegari Haustmótsins árið 2017 ...

Lesa meira »

Skákstelpur TR í keilu

40568558_10156752763013675_8330643117078216704_o

Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, skákkennari, skrifar   Skákstarf Taflfélags Reykjavíkur er að komast aftur á skrið eftir gott sumarfrí. Skákæfingarnar eru að komast í gang og skákmótaröðin langa sem nær fram á vor er nú þegar hrokkinn í gírinn. Stelpuskákæfingarnar hefjast laugardaginn 8. september, eftir viku, en upptakturinn hófst í gær þegar 12 hressar skákstelpur hittust í Keiluhöllinni og skemmtu sér ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9.september

IMG_9420

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2018 hefst sunnudaginn 9. september kl.13:00. Mótið, sem er hið 85. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Björgvin Víglundsson. Sigurvegari Haustmótsins árið ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið þriðjudaginn 21.ágúst kl.16

20170814_180925

Borgarskákmótið fer fram þriðjudaginn  21. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Einnig ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur á haustönn 2018 – Skráning hafin!

IMG_8942

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á haustönn 2018 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...

Lesa meira »

Jóhann Hjartarson hlutskarpastur á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

IMG_1774

Stórmeistarar og aðrir minni leiddu saman hesta sína á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur í dag. Að venju komu keppendur úr ýmsum áttum og voru á ýmsum aldri. Sigurstranglegastir fyrirfram voru óneitanlega stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson, enda fór það svo að Jóhann hafði sigur með 7 vinningum úr 8 skákum. Sigurinn var sannfærandi og leyfði Jóhann aðeins ...

Lesa meira »

Kjartan endurkjörinn formaður TR

TR_300w

Kjartan Maack var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýverið. Ein breyting varð á stjórn félagsins er Una Strand Viðarsdóttir tók sæti í aðalstjórn. Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2018-2019 skipa Kjartan Maack, Þórir Benediktsson, Magnús Kristinsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Ríkharður Sveinsson, Gauti Páll Jónsson og Una Strand Viðarsdóttir. Varastjórn félagsins næsta starfsár skipa Eiríkur Björnsson, Daði Ómarsson, ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 12.ágúst

kornusogkjothusdg-800x1200 (2)

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi á þessu fyrsta skákmóti starfsársins 2018-2019. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson sigraði á Meistaramóti Truxva

20180521_202053

Það var sjálfur Íslandsmeistarinn, Guðmundur Kjartansson, sem sigraði á Meistaramóti Truxva 2018 sem fram fór á annan í hvítasunnu. Guðmundur tefldi örugglega og landaði 10 vinningum af 11 mögulegum. Alls tóku 20 keppendur þátt, þar af 4 titilhafar. Eitthvað vantaði af „stigamönnum” til að stríða Íslandsmeistaranum en gestirnir að þessu sinni voru þrír efnilegir Blikar, þrír grjótharðir Skákgengismenn og Fjölnismaðurinn ...

Lesa meira »

Meistaramót TRUXVA á annan í hvítasunnu – 21.maí

20170606_233634

Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, þann 21. maí, en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Truxvi, ungliðahreyfing TR, býður TR-ingum af öllum stærðum og gerðum, auk nokkurra velunnara ungliðahreyfingarinnar, til að taka þátt í þessu skemmtilega og öfluga hraðskákmóti. Tefldar verða 11 umferðir og notast verður við alþjóðlegu hraðskáktímamörk Fide, 3 mínútur á mann og ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga: Þrír sigurvegarar – Gunnar Freyr Hraðskákmeistari

IMG_9918

Gríðarlega jafnt og spennandi Hraðskákmót öðlinga fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld en 27 keppendur mættu til leiks sem er nokkuð meiri þátttaka en síðustu ár. Úrslit urðu á þá leið að Gunnar F. Rúnarsson, Jóhann H. Ragnarsson og Ólafur B. Þórsson komu jafnir í mark með 7 vinninga af níu. Eftir útreikning mótsstiga hlaut Gunnar gullið, Jóhann silfrið og Ólafur bronsið. ...

Lesa meira »

Boðsmóti TR frestað um óákveðin tíma

IMG_9660

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fyrirhugað var helgina 25.-27.maí hefur verið frestað um óákveðin tíma. Ástæðan er sú að bæði Meistaramót Skákskóla Íslands sem og Aðalfundur Skáksambands Íslands eru á sama tíma. Boðsmótið verður auglýst þegar ný dagsetning liggur fyrir.

Lesa meira »

Fjölmenn og fjörug Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20180506_140410

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 6.maí í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og hófst með því að nýjasti stórmeistari TR/Íslands, Bragi Þorfinnsson var boðinn velkominn. Bragi byrjaði ungur að tefla og fór fljótlega á skákæfingar í TR og hlustuðu krakkarnir með mikilli athygli á frásögn Braga um skákiðkun hans sem barns og ráð hans um hvað ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram á miðvikudag

20170412_200710

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. ...

Lesa meira »

Sigurbjörn Björnsson er Skákmeistari öðlinga 2018

20180502_194859

Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) sigraði á Skámóti öðlinga sem lauk á dögunum en hann hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö. Þorvarður F. Ólafsson (2176) hafnaði í öðru sæti með 5,5 vinning og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), hlaut þriðja sætið með 5 vinninga. Fyrir lokaumferðina voru Sigurbjörn og Þorvarður efstir og jafnir með 5,5 vinning og gat enginn af ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí

20170412_200710

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. ...

Lesa meira »

Helgi Áss sigraði á fjórða móti Hraðskákmótaraðarinnar

IMG_9806

Það var fámennt en góðmennt á fjórða og síðasta móti Hraðskákmótaraðar TR sem fram fór föstudagskvöldið 28. apríl síðastliðinn. Eftir snarpa taflmennsku stóð stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari með sex vinninga af sjö, en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Fide-meistaranum knáa Vigni Vatnari Stefánssyni. Vignir átti reyndar möguleika á að vinna mótið fyrir síðustu umferð ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Sigurbjörn og Þorvarður enn efstir – Berjast um titilinn

20180425_193325

Þegar ein umferð lifir af Skákmóti öðlinga eru Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) og Þorvarður F. Ólafsson (2176) efstir og jafnir með 5,5 vinning en báðir lögðu þeir sinn andstæðing í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fór fram í gærkveld. Sigurbjörn tefldi af öryggi með hvítu gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2200), vann peð og mjakaði c-peði sínu rólega fram ...

Lesa meira »