Helgi Áss sigraði á fjórða móti Hraðskákmótaraðarinnar



Það var fámennt en góðmennt á fjórða og síðasta móti Hraðskákmótaraðar TR sem fram fór föstudagskvöldið 28. apríl síðastliðinn. Eftir snarpa taflmennsku stóð stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari með sex vinninga af sjö, en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Fide-meistaranum knáa Vigni Vatnari Stefánssyni. Vignir átti reyndar möguleika á að vinna mótið fyrir síðustu umferð en þá tapaði hann fyrir Daða Ómarssyni. Þess má geta að Vignir Vatnar sigraði á fyrsta mótinu og Daði vann mót númer tvö með gríðarmiklum yfirburðum. Jon Olav Fivelstad stýrði mótinu af kostgæfni og tefldi líka. Mótstöfluna má sjá hér:

http://chess-results.com/tnr349752.aspx?lan=1&art=1