Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 13. febrúar



Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Sigurbjörn J. Björnsson.

Dagskrá:
1. umferð miðvikudag 13. febrúar kl. 19.30
2. umferð miðvikudag 20. febrúar kl. 19.30
3. umferð miðvikudag 27. febrúar kl. 19.30
4. umferð miðvikudag 06. mars kl. 19.30
5. umferð miðvikudag 13. mars kl. 19.30
6. umferð miðvikudag 20. mars kl. 19.30
7. umferð miðvikudag 27. mars kl. 19.30

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað 30 mínútum eða meira eftir upphaf umferðar.

Tvær yfirsetur (bye) eru leyfðar í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu við upphaf umferðarinnar á undan.

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:30 og að því loknu fer þar fram verðlaunaafhending fyrir bæði mót. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.

Tímamörk
90 mín + 30 sek viðbót eftir hvern leik

Verðlaun
1. sæti kr. 40.000
2. sæti kr. 20.000
3. sæti kr. 10.000

Verðlaunafé verður skipt eftir Hort-kerfi verði keppendur jafnir að vinningum. Lokaröð keppenda ræðst af mótsstigum (tiebreaks).

Röð mótsstiga (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. Sonneborn-Berger

Þátttökugjald (greiðist með reiðufé við upphaf móts)

kr. 5.000 – Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi

Skákstjórn: IA Ólafur S. Ásgrímsson s. 895 5860

Skráningarform

Skráðir keppendur