SÞR#9: Hjörvar Steinn Grétarsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2019IMG_0053

Fyrr í dag tryggði Hjörvar Steinn Grétarsson sér nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2019 er hann lagði Þorvarð F. Ólafsson að velli í lokaumferð Skákþings Reykjavíkur. Hjörvar Steinn hlaut 8 vinninga í skákunum níu, hálfum vinning meira en Guðmundur Kjartansson sem hreppti 2.sætið með 7,5 vinning. Guðmundur vann Sigurbjörn Björnsson í hörkuskák í lokaumferðinni.

Baráttan um 3.sætið var spennandi því þrír skákmenn deildu bronssætinu með 6,5 vinning; Vignir Vatnar Stefánsson, Björgvin Víglundsson og Jóhann H. Ragnarsson. Stigaútreikningur staðsetti Vignir Vatnar í 3.sætið, Björgvin í 4.sæti og Jóhann í 5.sæti.

Nánari umfjöllun um mótið er væntanleg á næstu dögum. Upplýsingar um einstök úrslit og lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.